Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 100

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL esús var fjölhæfur persónu- leiki, og hver og einn legg- ur mesta áherzlu á þann hæfileika hans, sem hann telur sjálfur mestu varða. Lækninum verður fyrst og fremst hugsað til hins óbrigðula læknis- máttar meistarans. Jesús var svo langt á undan sínum tíma, að hann vissi hvílík áhrif sálarástandið hefur á heilsufar manna, eins og vísindi nútímans hafa sannreynt. Presturinn les Fjallræðuna og dáist að því, að unnt skuli vera að segja svo djúpan sannleika með einföldum orðum. Stjórnmálamaðurinn minn- ist hugrekkis Jesú, þegar hann sner- ist gegn voldugustu öflum þjóð- félagsins og hann ber lotningu fyrir heiðarlegum málflutningi hans. Lög- fræðingar hafa hrósað vörn Jesús fyrir dómstólunum og bókmennta- gagnrýnendur allra alda hafa við- urkennt frábæra frásagnargáfu hans. Ég er hvorki læknir, lögfræðing- ur né gagnrýnandi. Ég er auglýs- ingamaður að atvinnu, en í þeirri starfsgrein snýst allt um það eitt, að hafa áhrif á skoðanir fólks og móta þær sér í vil. Ég ætla að at- huga nokkur orð og gerðir Jesús, sem sannfærðu menn og sannfæra þá enn — um vizkuna og réttlætið í kenningu hans. Jesús skaraði langt fram úr öll- um fyrri spámönnum vegna dirfsku sinnar. Móses var einhver mesti spekingur, sem uppi hefur verið og vizka hans og skilningur ger- breytti mannkyninu. Sannindin, sem hann boðaði, má segja í einni setningu: Það er einn sannur guð. Þetta var stórkostleg hugmynd, sem hefði hinar afdrifaríkustu afleið- ingar. Móses dó, og síðan kom fram annar spámaður, Amos. Amos bætti nýrri hugmynd við kenningu Móses: „Guð er réttlátur". Þessi skiln- ingur á eðli guðdómsins á sér svo djúpar rætur í vitund okkar, að við eigum bágt með að trúa því, að hann hafi nokkurntíma verið nýr og áður óþekktur boðskapur. Árin liðu og nýr spámaður, Hósea, boðaði þjóð sinni ný sannindi. Kenning hans var sú, að guð gæti fyrirgefið villuráfandi mannkyni ■— hann væri svo máttugur, að hann gæti tortímt, en jafnframt svo góð- ur, að hann vildi ekki gera það! Einn guð, réttlátur guð og góður guð. Þetta voru þrjú stig í þróun stórfenglegustu hugmyndar manns- andans. Síðan hafa hundruð kyn- slóða safnazt til feðra sinna og við- horf manna á flestum sviðum hafa gerbreytzt, en sá skilningur á guði, sem kemur fram í þessum þrem hugmyndum, hefir verið ríkjandi í trúarlífi mikils hluta mannkynsins allt fram á þennan dag. Hverju gat Jesús bætt við þessa kenningu? Aðeins einni hugsun — en miklu mikilvægari öllum fyrri hugmyndum. Hann hafði meiri á- hrif á rás sögunnar, en boðskapur spámannanna. Hann bauð breyzku og óttaslegnu mannkyni að rísa upp og horfa í auglit guðs. Hann sagði mönnum að vera óhræddir, þeir skyldu ekki óttast dauðann, en líta á Skaparann sem föður. Þetta er grundvöllur allrar baráttu gegn ranglæti og kúgun, því að ef guð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.