Úrval - 01.11.1965, Page 104

Úrval - 01.11.1965, Page 104
102 enginn var jafnoki hans. Nokkrum dögum fyrir Krossfestinguna sendu Farísearnir og Heródesarsinnarnir hcp gáfuðustu lærisveina sinna á fund Jesú til þess að leggja enn eina gildru fyrir hann. Þeir hófu mál sitt með skjalli og fagurgala; þeir hugsuðu sem svo, að hann væri maður utan af landsbyggðinni og myndi því ekki standast þeim snún- ing. „Meistari," sögðu þeir, „vér vit- um að þú ert sannorður og kennir guðs veg í sannleika og hirðir eigi um neinn, því að ekki fer þú að mannvirðingum. Seg oss nú, hvað virðist þér? Leyfist að gjalda keis- aranum skatt eða ekki?“ Þetta var viðsjál spurning og hún var kænlega orðuð. Ef hann segði að það væri ekki rétt að gjalda keisaranum skatt, þá yrði hann þegar handtekinn fyrir upp- reisnaráróður gegn hinum róm- versku yfirvöldum. Ef hann hins- vegar teldi skattheimtuna leyfilega, mundi hann glata trausti fólksins, því að það hataði Rómverjana og reyndi að svíkja skattinn, þegar það sá sér færi. „Sýnið mér skattpeninginn," sagði Jesús. Einn af áheyrendum dró pening upp úr pyngju sinni og rétti honum. Jesús hélt peningnum á loft, svo að allir gætu séð hann. „Hvers mynd og yfirskrift er þetta?“ spurði hann. Það fór að fara um andstæðing- ana, því að þeir sáu fram á ósig- ur sinn. En þeir komust ekki hjá að svara. „Keisarans," sögðu þeir. Þá sagði Jesús: „Gjaldið keisaran- ÚRVAL um það, sem keisarans er, og guði það, sem guðs er.“ Enn einu sinni höfðu lærðustu menn borgarinnar farið halloka fyrir honum og enn einu sinni hafði múg- urinn hlegið að óförum þeirra. Guð- spjöllin lýsa ósigri þeirra með þess- um orðum: „Og þá furðaði stórlega á honum . . Og enginn þorði fram- ar að leggja spurningar fyrir hann.“ Þeir, sem höfðu lagt gildrurnar, höfðu sjálfir lent í þeim, og þeim voru þrotnar allar röksemdir, nema ein — ofbeldið. Þeir gátu ekki sigr- að hann í rökræðum, en þeir gátu neglt hann á kross — og það gerðu þeir. En tíminn var ekki kominn — ekki fyrr en hann hafði lokið ætl- unarverki sínu og þjálfað læri- sveinana, svo að þeir gætu haldið starfinu áfram. Jesús lifði heilbrigðu lífi og hann var öðrum heilsugjafi hvar sem hann fór. Hugsanir hans voru djarf- ari og guðdómlegri en hugsanir nokkurs annars manns og hann klæddi þær í búning einfaldra og fagurra orða. En hann mettaði líka svanga, hughreysti fátæka, læknaði lamaða og gaf blindum sýn. Stúlku- barn, sem læknarnir höfðu talið dáið, rís upp og brosir til hans, þegar hann tekur í hönd þess. „Og fregnin um þetta barst út um allt það hérað,“ segir í guðspjallinu, og það var engin furða. Skýringuna á áhrifavaldi „prédik- unar“ hans er að finna í þessari setningu: „Þetta allt talaði Jesús í dæmisögum við mannfjöldann, og dæmisögulaust talaði hann ekkert
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.