Úrval - 01.11.1965, Síða 105

Úrval - 01.11.1965, Síða 105
MAÐURINN, SEM ENGINN ÞEKKIR 103 til þeirra.“ Hann þekkti lögmál mannlegrar hugsunar og því sagði hann fólkinu sögur og lét sögurnar flytja boðskapinn. Hann hefði getað sagt eins og aðr- ir kennimenn: „Þér eigið að taka tillit til samferðamanna yðar í líf- inu. Hafi einhver orðið fyrir óláni eða sé nauðstaddur, eigið þér að rétta honum hjálparhönd sem þér getið.“ En orð hans hljóðuðu ekki þann- ig, heldur dró hann upp þessa á- hrifamiklu mynd: „Maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem niður til Jeríkó, og hann féll í hendur ræn- ingjum, sem flettu hann klæðum og börðu hann og fóru síðan burt og létu hann eftir hálfdauðan. . . . “ og allur heimurinn þekkir framhald sögunnar. Dæmisagan um miskunn- sama Samverjann þjappar heim- speki kristindómsins saman í örfá- ar, ógleymanlegar setningar. Venju- leg ræða hefði gleymzt fljótt, en dæmisagan mun lifa eilíflega. Það hafa verið beðnar margar bænir, innilegar og hátíðlegar, en eina bænin, sem Jesús hrósaði var borin fram af fátækum tollheimtu- manni, sem hrópaði: „Drottinn, vertu mér syndugum líknsamur.“ Bænin, sem hann kenndi lærisvein- um sínum er ekki lengri en svo, að það er hægt að skrifa hana á póst- kort. Þó sagði hann að hún fæli allt það í sér, sem mennirnir þyrftu að segja við guð. Hann talaði dásamlega einfalt mál og það er varla til sú setning í boðskap hans, sem hvert barn get- ur ekki skilið. Allar líkingar hans voru teknar úr daglega lífinu: „Sáð- maður gekk út að sá“; Maður nokk- ur átti tvo sonu“; „Maður nokkur byggði hús sitt á sandi“; „Líkt er himnaríki markaðstorgi.“ Jesús notaði fá lýsingarorð og engin löng. Bænin „Faðir vor“ er einkennandi fyrir einfaldleikann í framsetningu hans. Hvert orð er uppljómað af einlægni. Það var viðhorf Jesú til mannanna og líf hans meðal þeirra, sem gaf orðum hans töframáttinn. Það sem hann var og það sem hann sagði, var eitt og hið sama. Kenning sú, sem Jesús boðaði heiminum, var ekki auðug að nýj- um hugmyndum, en hafði þó ger- breytingu í för með sér. „Guð er fað- ir yðar,“ sagði hann. Þessi boð- skapur er kjarni kenninga hans og birtist í mörgum dæmisögunum, svo sem sögunni af hinum góða hirði og sögunni af glataða synin- um og hinum skulduga þjóni. Sög- urnar voru margar, en boðskapur- inn hinn sami, og þar sem sögurnar voru ógleymanlegar, lifði boðskap- urinn. Eitt sinn komu lærisveinarnir Jakob og Jóhannes til Jesú og spurðu hann um fyrirætlanir hans og hvaða sess hann ætlaði þeim, þegar hann hefði sigrað. Þeir voru sem sé að forvitnast um, hvaða metorð mundu falla þeim í skaut. Jesús svaraði: „Ef einhver vill verða fremstur, þá sé hann síðastur allra og þjónn allra.“ Þetta var óneitanlega snjallt svar, en er það ekki í mótsögn við veru- leika mannlífsins? Hvernig má það verða, að sá sem kappkostar að vera bezti þjónninn geti öðlazt æðstu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.