Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 107

Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 107
MAÐURINN, SEM ENGINN ÞEKKIR 105 stöðuna? Hvað átti Jesús við með svari sínu? Ég var eitt sinn á ferð með járn- brautarlest og kynntist þá vitrum manni, sem áreiðanlega skildi, hvað Jesús átti við. Hann sagði: „Ég er hissa á þeim ungu mönnum, sem biðja mig að beita áhrifum mínum til þess að þeir fái betri stöður. Þeir virðast vera algerlega skiln- ingslausir á grundvallaratriði máls- ins. Ég starfaði í mörg ár hjá fyrir- tæki einu, og ég spurði aldrei hvaða laun eða stöðu ég mundi fá — eng- inn af starfsmönnum þessa fyrir- tækis eyddi tímanum í slíkar vanga- veltur. Við hugsuðum um það eitt að auka starfsemi 'fyrirtækisins og færa hana út um allan heim — gera það að bezta og þarfasta fyrirtæki sinnar tegundar.“ þetta fyrirtæki hafði að vísu gert samferðamann minn auðugan, en ég er viss um að honum var þjónustan alltaf efst í huga, en ekki hagnaðarvonin. Við minnumst einnig orða Jesús: „Sælla er að gefa en þiggja.“ Þessi kenning virðist fljótt á litið vera fremur fávísleg og ekki í neinu samræmi við veruleikann. Væri sá maður ekki heimskingi, sem reyndi að lifa lífinu samkvæmt þessari kenningu? Dag nokkurn sagði ég við frægan sagnfræðing: „Þér hafið kynnt yður sögu mankynsins frá upphafi og hafið yfirsýn yfir þróunarferil þess. Hvaða einstaklingar rísa hæst upp úr því mikla mannhafi? Hvaða sex menn úr þeim hópi teljið þér eiga skilið að kallast mikilmenni?" Hann velti spurningunni fyrir sér í einn eða tvo daga; síðan fékk hann mér lista með sex nöfnum, ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Það var einkennilegur listi! Jesús. Búdda. Asoka. Aristóteles. Bacon. Lincoln. Hugsum okkur allar þær þúsundir keisara, sem hafa barizt og háð styrjaldir sér til frægðar. Samt er Asoka, sem réði ríkjum á Indlandi mörgum öldum fyrir Krist, eini keisarinn á listanum — og hann er ekki þar vegna hernaðarsigra sinna, heldur sökum þess, að hann hætti hernaði af fúsum vilja og helgaði sig velferð þegna sinna. Hugsum okkur alla þá, sem hafa keppt eftir auðæfum. Þó er engin milljónamæringur á listanum, nema Asoka, en hann er ekki þar vegna auðæfa sinna. Hver sat á keisarastóli í Róma- borg, þegar Jesús frá Nazaret var krossfestur? Hver réði ríkjum í Persíu, þegar Aristoteles var uppi? Hver var konungur á Englandi, þegar Roger Bacon lagði grund- völlinn að vísindarannsóknum nú- tímans? Þegar sagnfræðingurinn leitar einhvers varanlegs, einhvers, sem hefur þolað tímans tönn, þá finnur hann boðskap kennimannsins, draum vísindamannsins og sýn spá- mannsins. „Þessir sex menn ollu tímamótum í mannkynssögunni," sagði sagnfræðingurinn. „Mannleg hugsun varð frjálsari og skýrari af því að þeir lifðu og störfuðu á þess- ari jörð. Þeir kröfðust lítils, en létu eftir sig mikla arfleifð. Þeim var ekki gefið, heldur gáfu þeir.“ Emerson segir í einni ritgerð sinni eitthvað á þessa leið: „Flestir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.