Úrval - 01.11.1965, Page 108

Úrval - 01.11.1965, Page 108
106 URVAl menn lifa lífinu kvíðnir og áhyggju- fullir og hljóta að lokum legstað í nafnlausri gröf; aðeins einstaka óeigingjörn sál gleymir sjálfri sér og hreppir ódauðleikann." Þetta er fögur hugsun og vel orðuð — en Jesús er hinn raunverulegi höfund- ur hennar. Jesús talaði um konungsríki sitt og þó dó hann á krossi. í hverju er það þá fólgið, sem við köllum afrek eða árangur? „Hans var freistað á allan hátt eins og vor,“ segir í Hebreabréfinu. Við höfum oft lesið þetta, en aldrei trúað því. En nú skulum við gera ráð fyrir að þetta sé sannleikur, því að það er forsenda þess að bar- átta hans sé „á allan hátt“ hliðstæð okkar baráttu. Samkvæmt því hef- ur hann ekki vitað hvert leiðin mundi liggja, þegar hann lagði frá sér trésmíðaverkfærin og kvaddi bernskuheimilið. En eftir að Jó- hannes hafði skírt hann og hann hafði barizt við freistingar og efa- semdir í eyðimörkinni í fjörutíu daga, vann hann skjótan og óvæntan sigur. Hann rak víxlarana út úr musterinu og fólkið fagnaði honum. Þegar hann hélt aftur norður í heimabyggð sína, þyrptist fólk að til þess að hlýða á hann og fréttir af lækningum hans bárust á undan 'honum hvar sem hann fór. Köllun hans var nú orðin ótvíræð. Hann ætlaði sér að endurvekja sjálfsvirð- ingu þjóðarinnar, afnema kreddu- trú og boða fólkinu nýja, dýrðlega kenningu um að guð væri faðir allra og allir menn væru bræður. Næstu tvö eða þrjú misserin gekk allt að óskum. Jesús naut síaukins álits og afrek hans voru á hvers manns vörum. En kenning hans var hættuleg hagsmunum nokkurra manna í Jerúsalem, og svo fór að lokum, að hann átti aðeins tveggja kosta völ: að fallast á málamiðl- un eða berjast til sigurs. Dag nokkurn sigldi hann yfir Galíleuvatn á litlum bát til þess að sleppa frá mannfjöldanum, sem umkringdi hann, en fólkið hrað- aði sér fyrir vatnsendann og beið hans í fjörunni. Margir höfðu sleg- izt í hópinn á leiðinni, svo að nú voru áheyrendur orðnir rúmlega fimm þúsund talsins. Jesús var þreyttur og þarfnaðist hvíldar, en hann kenndi í brjósti um fólkið og hélt áfram að boða því fagnaðar- erindið allt til kvölds. Þá komu lærisveinarnir og sögðu, að hann skyldi láta fólkið fara frá sér, svo að það gæti fengið sér mat í þorp- unum í nágrenninu, en Jesús vildi ekki senda það frá sér fastandi: Gefið þér því mat!“ sagði hann. Lærisveinarnir horfðu undrandi á hann, því að þeir höfðu ekki mat til að metta slíkan mannfjölda. Jesús lét fólkið setjast niður og sagði lærisveinunum að safna saman þeim matvælum, sem þeir gætu fundið. Lærisveinarnir gerðu sem þeim var boðið. Þeir skiptu fólkinu í fimmtíu manna hópa og færðu Jesús þann mat, sem hafði áskotnazt, en sumir áheyrendanna höfðu verið hyggnir og haft með sér ofurlítið nesti. Jesús leit upp til himins, bless- aði fæðuna og skipti henni aftur á milli fólksins — „og allir neyttu og urðu mettir.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.