Úrval - 01.11.1965, Side 109
M.AÐURINN, SEM ENGINN ÞEKKIR
107
Það sem gerðist, þegar Jesús bless-
aði brauðið og fiskana, verður ei-
lífur leyndardómur, en á hinu leik-
ur enginn vafi, að þetta kraftaverk
varð afdrifaríkt. Þetta var atburð-
urinn, sem fólkið hafði beðið eftir,
hið augljósa tákn! Móses hafði mett-
að forfeðurna í eyðimörkinni, lát-
ið „manna“ falla af himnum ofan;
þessi maður var áreiðanlega sonur
Davíðs, svo sem spáð hafði verið,
og hann mundi kollvarpa veldi
sigurvegaranna og endurreisa há-
sætið í Jerúsalem!
Menn fögnuðu og sögðu hver öðr-
um þessi gleðitíðindi. Þessi mikli
mannfjöldi var í rauninni skipulagð-
ur eins og hér, því að það voru
fimmtíu menn í hverjum hóp eins
og í reglulegum hersveitum. Þessi
fylking var þegar orðin fjölmennari
en rómverska setuliðið í Jerúsalem,
en þó var hún aðeins kjarninn í þeim
mikia herskara, sem mundi skipa
sér undir merki Jesús á leiðinni
suður á bóginn. Menn hrópuðu nafn
hans í hrifningu og þyrptust að
hæðinni, þar sem hann stóð.
Hann vissi hvað þeir ætluðust fyr-
ir og hann var í vafa um afstöðu
sína. Hversvegna gat hann ekki
orðið konungur þeirra? Salómon
hafði verið konungur og mikill
andlegur leiðtoði; Davíð hafði verið
konungur og hafði jafnframt birt
æðstu hugsjónir þjóðarinnar í sálm-
um sínum. Hann var meiri en Davíð
og vitrari en Salómon — hvers
vegna gat hann þá ekki orðið kon-
ungur?
Þetta var glæsilegt tækifæri fyrir
metnaðargjarnan mann. Jesús hug-
leiddi málið andartak. Svo brá ann-
arri mynd fyrir hugskotssjónir hans.
Hann sá hinn mikla, þögla múg,
bræður sína og systur, þar sem
blindur leiddi blindan og allt frelsi
og öll von var hneppt í þrældóms-
fjötra kreddukenninganna. Hann sá
kynslóðir fæðast og deyja í andlegri
áþján, sem ekkert gat sigrað nema
sannleikurinn, sem hann var kominn
til að boða. Ef hann yrði konung-
ur Gyðinganna, gæti hann að vísu
skapað fólki sínu þjóðlega reisn um
stundarsakir; en sannleikurinn gat
haldið áfram lausnarstarfi sínu um
gervallan heiminn um ókomnar
aldir. Hann tók ákvörðun sína
skjótt og hiklaust. Jafnvel meðan
mannfjöldinn var að ryðjast fram,
gaf hann lærisveinum sínum fyrir-
skipanir og hvarf á brott.
Guðspjallið lýsir þessum örlaga-
ríka atburði með einni setningu:
„Þegar Jesús því varð þess var,
að þeir ætluðu að koma og taka hann
með valdi, til þess að gera hann að
konungi, veik hann aftur afsíðis
upp á fjallið einn saman.“
Það eru því ekki innantóm orð,
þegar Jesús segir að starf mannsins
sé þýðingarmeira en nokkur met-
orð. Sjálfur hafnaði hann tignustú
stöðu, sem landar hans gátu boðið
honum.
Lokaþátturinn hefst, þyngsta
raunin í lífi sérhvers manns. . .
Hvernig bregzt hann við vonbrigð-
unum? Hvernig deyr hann?
f tvö ár leit út fyrir að Jesús
mundi sigra. Menn kepptust um að
bjóða honum í veizlur og almenn-
ingur var honum vinveittur, þegar
hann flutti boðskap sinn. Ef guð-