Úrval - 01.11.1965, Síða 109

Úrval - 01.11.1965, Síða 109
M.AÐURINN, SEM ENGINN ÞEKKIR 107 Það sem gerðist, þegar Jesús bless- aði brauðið og fiskana, verður ei- lífur leyndardómur, en á hinu leik- ur enginn vafi, að þetta kraftaverk varð afdrifaríkt. Þetta var atburð- urinn, sem fólkið hafði beðið eftir, hið augljósa tákn! Móses hafði mett- að forfeðurna í eyðimörkinni, lát- ið „manna“ falla af himnum ofan; þessi maður var áreiðanlega sonur Davíðs, svo sem spáð hafði verið, og hann mundi kollvarpa veldi sigurvegaranna og endurreisa há- sætið í Jerúsalem! Menn fögnuðu og sögðu hver öðr- um þessi gleðitíðindi. Þessi mikli mannfjöldi var í rauninni skipulagð- ur eins og hér, því að það voru fimmtíu menn í hverjum hóp eins og í reglulegum hersveitum. Þessi fylking var þegar orðin fjölmennari en rómverska setuliðið í Jerúsalem, en þó var hún aðeins kjarninn í þeim mikia herskara, sem mundi skipa sér undir merki Jesús á leiðinni suður á bóginn. Menn hrópuðu nafn hans í hrifningu og þyrptust að hæðinni, þar sem hann stóð. Hann vissi hvað þeir ætluðust fyr- ir og hann var í vafa um afstöðu sína. Hversvegna gat hann ekki orðið konungur þeirra? Salómon hafði verið konungur og mikill andlegur leiðtoði; Davíð hafði verið konungur og hafði jafnframt birt æðstu hugsjónir þjóðarinnar í sálm- um sínum. Hann var meiri en Davíð og vitrari en Salómon — hvers vegna gat hann þá ekki orðið kon- ungur? Þetta var glæsilegt tækifæri fyrir metnaðargjarnan mann. Jesús hug- leiddi málið andartak. Svo brá ann- arri mynd fyrir hugskotssjónir hans. Hann sá hinn mikla, þögla múg, bræður sína og systur, þar sem blindur leiddi blindan og allt frelsi og öll von var hneppt í þrældóms- fjötra kreddukenninganna. Hann sá kynslóðir fæðast og deyja í andlegri áþján, sem ekkert gat sigrað nema sannleikurinn, sem hann var kominn til að boða. Ef hann yrði konung- ur Gyðinganna, gæti hann að vísu skapað fólki sínu þjóðlega reisn um stundarsakir; en sannleikurinn gat haldið áfram lausnarstarfi sínu um gervallan heiminn um ókomnar aldir. Hann tók ákvörðun sína skjótt og hiklaust. Jafnvel meðan mannfjöldinn var að ryðjast fram, gaf hann lærisveinum sínum fyrir- skipanir og hvarf á brott. Guðspjallið lýsir þessum örlaga- ríka atburði með einni setningu: „Þegar Jesús því varð þess var, að þeir ætluðu að koma og taka hann með valdi, til þess að gera hann að konungi, veik hann aftur afsíðis upp á fjallið einn saman.“ Það eru því ekki innantóm orð, þegar Jesús segir að starf mannsins sé þýðingarmeira en nokkur met- orð. Sjálfur hafnaði hann tignustú stöðu, sem landar hans gátu boðið honum. Lokaþátturinn hefst, þyngsta raunin í lífi sérhvers manns. . . Hvernig bregzt hann við vonbrigð- unum? Hvernig deyr hann? f tvö ár leit út fyrir að Jesús mundi sigra. Menn kepptust um að bjóða honum í veizlur og almenn- ingur var honum vinveittur, þegar hann flutti boðskap sinn. Ef guð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.