Úrval - 01.10.1966, Page 27

Úrval - 01.10.1966, Page 27
LOFTBELGIR Á HERNAÐARTÍMUM 25 og um 150 metra langt léttireipi. Reipið var nokkurskonar sjálfvirk kjölfesta, því að jafnskjótt og það fór að leggjast á jörðina, dró úr þunga þess. Sjaldnast var nokkur áttaviti með í ferðinni, og eftir hina hröðu ferð í byrjun upp í efri loftlögin var tæpast nokkur leið að halda áttunum. Belgirnir bárust í allar áttir og dreifðust um allt Frakkland. Loft- fararnir höfðu sjaldnast nokkra minnstu hugmynd um hvar þeir væru niður komnir þegar þeir lentu. Ennfremur hafði Bismarck, þegar hann sá að ekki yrðu önnur ráð fundin við loftbelgjunum, gef- ið út skipun um að loftfarar skyldu sæta sömu meðferð og þeir sem laumast framhjá víglínum, svo að þeir máttu alltaf eiga von á prússn- neskri kúlu að leiðarlokum. Eugéne Godard, maður sem átti að baki sér um 800 loftferðir kom sér upp verkstæði í gamalli járn- brautarstöð og fór að framleiða loftbelgi. Minni verkstæði komu upp hér og þar um borgina. A Gare du Nord, þar sem grasið var farið að gróa yfir járnbrautarteinana, var nú farið að bera gljákvoðu á loft- belgina, sem komu þangað fullgerð- ir. Raðir af loftbelgjum, sem voru að nokkru leyti blásnir út og strekktir, lágu þarna og minntu á hvali rekna á sjávarströnd, en jafnframt þessu voru gamlir sjómenn ráðnir til að flétta reipi. Þarna var dæmt um notagildi belgjanna, og skilyrðin fyrir viður- kenningu voru ströng. Belgur varð að geta lyft fjórum mönnum og 1100 pundum að auki. Fyrir hvern viðurkenndan belg voru borgaðir 4000 frankar, en 300 þeirra gengu til loftfarans. Stjórnin græddi raun- ar vel á þessum viðskiptum, því að með hverjum belg mátti flytja 100.000 bréf, en með þeim fékkst í burðargjald um 20.000 frankar. Hvernig var hægt að fá nógu marga þjálfaða loftfara til að fara með belgjunum? Ef ekki yrði að gert, mundi brátt koma að því að allir þeir sem þetta kunnu, væru flognir burt, og enginn átti aftur- kvæmt. Goddard tók það ráð að koma á kennslu í þessari list. Körf- ur voru hengdar upp í háa loftbita til þess að líkja eftir fluginu, og í þeim voru helztu tækin sem nota þurfti í loftferð: belglokur, kjöl- festa, reipi. Það kom í ljós að sjó- menn voru öðrum fremur hæfir til þessa verks, meðal annars vegna þess að þeir voru ekki sjóveikir. Af þeim 65 belgjum sem fóru frá París meðan umsátin stóð, var 18 stjórnað af lærðum loftförum, en 30 af sjómönnum. Það er þó vafasamt að tala um stjórn á þeim, því þeir létu alls ekki að stjórn. „Það var ekki um annað hugsað en loftbelgi,11 segir Theophile Gautier í endurminning- um sínum. „Efnafræðingar og aðr- ir vísindamenn áttu aðeins eitt á- hugamál, og það var að finna að- ferð til að stýra belgjunum.“ Stjórn- in veitti mikilsmetnum verkfræð- ingi 40.000 franka til þess að gera teikningu að stýranlegum loftbelg. Arangurinn var teikning að belg sem átti að vera eins og vindill að lögun, hafa spaðaskrúfu knúna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.