Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
Myndastytturnar eru eklci allar aðeins „höfuOin”, heldur og stórir líkamar,
sem hafa þá fallið á heiöina.
Jarðvegurinn á Rapa Nui er rotn-
andi hraun, mjög frjósamt en einn-
ig mjög holótt. Engar ár eru á eyj-
unni og aðeins fáar uppsprettu-
lindir. Innbyggjarnir þurftu að
leggja hart að sér til að hreinsa
grjót úr ökrum sínum og flytja
vatn til áveitu, fyrir hina fábreyttu
uppskeru, en þeir rækta aðallega
sætar kartöflur.
Eyjan er fræg fyrir mynda-
styttur sínar með hinum stóru
höfðum. Enda þótt margar stytt-
anna hafi verið fluttar í söfn, verið
notaðar sem byggingarefni eða
fallið í sjóinn eru samt eftir meira
en 600 á eyjunni Rapa Nui.
Fullgerðar styttur eru allt frá
3 fetum til 36 feta á hæð. Það hefur
verið byrjað að reisa styttur í grjót-
urðum Rano Raraku, allt að 66
feta háar, en það hefur ekki verið
lokið við þær. Höggmyndirnar, sem
oft eru nefndar „höfuðin", eða
brjóststytturnar, eru að langmestu
leyti fullgerðar styttur. Hlutfallið
milli höfuðs hverrar styttu og neðri
hluta líkamans er þannig að svo
má heita, að neðri hlutinn hverfi,
án þess honum sé veitt athygli.
Hollenzki aðmírállinn Jaakob
Roggeveen tók land á Rapa Nui á
páskasunnudag árið 1722 og nefndi
eyjarnar Paasch Eyland og
þaðan er nafnið „Pascuans“,
og nafn eyjarinnar Páskaey. íbú-
arnir þarna eru Polynesar, stór-
vaxið, fallegt fólk, brúnt á hörund
og beint í baki með hrokkið svart
hár. Það talar mállýzku úr Marqu-
esan málinu, sem aftur er í Polyn-
eska málaflokknum. Nú orðið
þekkja þeir einnig spönsku. Þeir
stunda búskap, fiskveiðar og vinna