Úrval - 01.02.1968, Page 10
8
ÚRVAL
Þeir áttu einnig einskonar skrif-
letur og var það einsdæma með
Polynesum. Þeir grófu bókstafa-
merki í tré. Sérstakur hópur manna
hafði þessar viðartöflur undir
höndum og voru þeir kallaðir
tangata rongorongo. Þessir menn
lásu letrið á fjölunum.
Þegar ráðastéttin leið undir lok
1862 gleymdist þetta skrifletur. Um
1870, þegar lærdómsmenn fóru að
fá áhuga fyrir hinni fornu skrift
voru Pascuanarnir að nota síðustu
töflurnar í eldinn. Þeir sögðu að
trúboðarnir hefðu talið þá á að
eyðileggja töflurnar, þar sem þær
bæru vott um heiðindóm.
Margar tilraunir hafa síðan ver-
ið gerðar til að lesa úr Pascuan-
skriftinni og margar furðulegar
kenningar komið fram.
Jaussen biskup, sem stuðlaði að
því að Pascuanmönnunum væri
sleppt úr þrældómi, var einn af
þessum leturs eða skriftarsérfræð-
ingum. Árið 1950 fann þýzkur
fræðimaður, Thomas Barthel að
nafni málfræðiathuganir þær, sem
Jaussen biskup hafði gert. Barthel
hafði lengi léitað þessara skrifa í
söfnum um víða veröld og fann þau
loks í ítölsku klaustri. Hann náði
einnig eftirmyndum af þeim tveim
tylftum leturtaflna rongorongo,
sem enn eru til í heiminum og voru
frumtöflurnar dreifðar hér og þar
í söfnum um heim allan. Barthel
fullyrti að honum hefði tekizt að
lesa úr skriftinni og það sem á
þessum töflum stæði væru sálmar
og önnur trúaratriði.
Rússneskir og norskir fræðimenn
hafa afneitað kenningum Bartels og
er þannig óráðið enn, hvað stendur
á þessum rongorongo fjölum —
kannski verður það aldrei ráðið.
Það sérkennilegasta, sem enn eru
minjar um úr menningu Pascuana
eru stytturnar frægu.
Pascuanar reistu sér afgirtan út-
fararpall, sem þeir kölluðu ahu —
hann var þríhyrndur, pýramídalag-
aður eða skipslagaður og voru sum-
ir þessara palla 300 fet á lengd.
Umhverfis þessa útfararpalla eða
ahu voru reistar ahu styttur og
horfðu þær inn í hringinn. Þegar
Pascuani dó, sveipuðu ættmenn
hins dána líkið í barkað klæði og
lögðu það á lítinn pall ofan á
útfarapallinn.
Þarna beið líkið svo mánuðum
skipti áður en það var grafið. Það
munu eitt sinn hafa verið á eyjunni
um 260 ahu með mjög mismunandi
tölu stytta — kannski allt að sextán
við eitt ahu. Mörg ahu voru eyði-
lögð síðar til að ná úr þeim stein-
inum.
Við trúarathafnir voru ahuin og
stytturnar notaðar. Roggeveen sá
hina innfæddu hreyfast umhverfis
bál fyrir framan stytturnar og
bentu hreyfingar þeirra til trúar-
athafna. Máski hafa þeir haldið að
andar framliðinna ættingja tækju
sér bólfestu í styttunum, þegar
þessar trúarathafnir fóru fram, en
um þetta atriði getum við ekkert
vitað með vissu.
Keppni höfðingjanna við að sýn-
ast hver öðrum meiri að tign leiddi
til sístækkandi ahu. Víða í Polyn-
esíu reistu höfðingjar stærðar stein-
byggingar sér til heiðurs.
Tonga reisti til dæmis þriggja