Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 10

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 10
8 ÚRVAL Þeir áttu einnig einskonar skrif- letur og var það einsdæma með Polynesum. Þeir grófu bókstafa- merki í tré. Sérstakur hópur manna hafði þessar viðartöflur undir höndum og voru þeir kallaðir tangata rongorongo. Þessir menn lásu letrið á fjölunum. Þegar ráðastéttin leið undir lok 1862 gleymdist þetta skrifletur. Um 1870, þegar lærdómsmenn fóru að fá áhuga fyrir hinni fornu skrift voru Pascuanarnir að nota síðustu töflurnar í eldinn. Þeir sögðu að trúboðarnir hefðu talið þá á að eyðileggja töflurnar, þar sem þær bæru vott um heiðindóm. Margar tilraunir hafa síðan ver- ið gerðar til að lesa úr Pascuan- skriftinni og margar furðulegar kenningar komið fram. Jaussen biskup, sem stuðlaði að því að Pascuanmönnunum væri sleppt úr þrældómi, var einn af þessum leturs eða skriftarsérfræð- ingum. Árið 1950 fann þýzkur fræðimaður, Thomas Barthel að nafni málfræðiathuganir þær, sem Jaussen biskup hafði gert. Barthel hafði lengi léitað þessara skrifa í söfnum um víða veröld og fann þau loks í ítölsku klaustri. Hann náði einnig eftirmyndum af þeim tveim tylftum leturtaflna rongorongo, sem enn eru til í heiminum og voru frumtöflurnar dreifðar hér og þar í söfnum um heim allan. Barthel fullyrti að honum hefði tekizt að lesa úr skriftinni og það sem á þessum töflum stæði væru sálmar og önnur trúaratriði. Rússneskir og norskir fræðimenn hafa afneitað kenningum Bartels og er þannig óráðið enn, hvað stendur á þessum rongorongo fjölum — kannski verður það aldrei ráðið. Það sérkennilegasta, sem enn eru minjar um úr menningu Pascuana eru stytturnar frægu. Pascuanar reistu sér afgirtan út- fararpall, sem þeir kölluðu ahu — hann var þríhyrndur, pýramídalag- aður eða skipslagaður og voru sum- ir þessara palla 300 fet á lengd. Umhverfis þessa útfararpalla eða ahu voru reistar ahu styttur og horfðu þær inn í hringinn. Þegar Pascuani dó, sveipuðu ættmenn hins dána líkið í barkað klæði og lögðu það á lítinn pall ofan á útfarapallinn. Þarna beið líkið svo mánuðum skipti áður en það var grafið. Það munu eitt sinn hafa verið á eyjunni um 260 ahu með mjög mismunandi tölu stytta — kannski allt að sextán við eitt ahu. Mörg ahu voru eyði- lögð síðar til að ná úr þeim stein- inum. Við trúarathafnir voru ahuin og stytturnar notaðar. Roggeveen sá hina innfæddu hreyfast umhverfis bál fyrir framan stytturnar og bentu hreyfingar þeirra til trúar- athafna. Máski hafa þeir haldið að andar framliðinna ættingja tækju sér bólfestu í styttunum, þegar þessar trúarathafnir fóru fram, en um þetta atriði getum við ekkert vitað með vissu. Keppni höfðingjanna við að sýn- ast hver öðrum meiri að tign leiddi til sístækkandi ahu. Víða í Polyn- esíu reistu höfðingjar stærðar stein- byggingar sér til heiðurs. Tonga reisti til dæmis þriggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.