Úrval - 01.02.1968, Page 16

Úrval - 01.02.1968, Page 16
14 ÚRVAL á árunum 1895—97, en þá skrifaði hann m. a. sögurnar STOLNA BAKTERÍAN, EYJA DR. MORE- ANS, ÓSÝNILEGI MAÐURINN, STRÍÐ HNATTANNA, og auk þess fjórar smásögur. TÍMAVÉLIN hafði vakið athygli margra fremstu gagnrýnenda W. T. STEAD hafði sagt: „H.G. WELLS er snillingur“ — og næstu bækur tryggðu Wells öruggan sess meðal brezkra höfunda. Hann kynntist mörgum frægustu rithöfundum og skáldum samtímans og þrítugur að aldri var hann sjálfur orðinn fræg- ur höfundur, á sínu sérstaka sviði. En Wells hafði einnig boðskap að flytja eins og áður er getið, og í þessum „vísindaskáldsögum" var hann ekki einungis að skemmta lesendum með hugarflugi sínu — hann var líka að vara mannkynið við hættunni sem væri því samfara, ef vísindi og tækni fengju að þró- ast hömlunarlaust. Hann hafði mikla samúð með hinum almenna borgara og óttaðist örlög hans í hraðvaxandi og hrikalegri iðnþró- un nútímans. Hann skrifaði einnig sögur um hinn óbreytta borgara svo sem KIPPS, TONO—BUNGAY o. fl. og þær munu ef til vill halda nafni hans lengst á lofti, þrátt fyrir frægð „vísindaskáldsagnanna.“ Eitt af frægustu ritum H. G. Wells er THE OUTLINE OF HISTORY, sem hann samdi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er saga mannkynsins skrifuð á mjög frum- legan hátt. Af þeirri bók seldust yfir tvær milljónir eintaka. Wells skrifaði margar aðrar bæk- ur á síðari árum ævi sinnar, en ekki náðu þær sömu vinsældum og hinar fyrri. H. G. Wells andaðist í ágústmán- uði 1946 og hafði verið sjúkur síð- ustu árin, en hann hélt þó áfram að skrifa fram að banadægri. Tryllingsleg kona kom æðandi inn á lögreglustöðina og æpti ham- stola að lögregluliðþjálfanum, sem var á verði: „Maðurinn minn hefur verið að hóta því um tlma, að hann ætli að drekkja sér, og nú hefur hann verið týndur í tvo daga. Eg vil, að þið látið slæða i síkinu." „Var nokkuð sérstakt í fari hans, sem gæti hjálpað okkur til þess að finna hann, ef við skyldum finna lík þar?“ spurði hann. Konan hikaði við og virtist ekki muna eftir neinu slíku sem snöggv- ast. Síðan kom feginssvipur á andlit hennar, og hún sagði loksins. „Jú, alveg rétt, hann er heyrnarlaus." Auglýsingaspjald í brauðsölubúð: „Heimabakaðar ávaxtatertur eins og mamma var vön að baka .... áður en sjónvarpið kom." „Óttinn kemur manni lengra áieiðis en hugrekkið," segir þekktur rithöfundur, „en bara ekki í sömu átt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.