Úrval - 01.02.1968, Side 20
18
ÚRVAL
strandlengjunnar við Karabíahaf.
Sumir sagnfræðingar segja þær hafa
verið til hins mesta hagræðis við
landkönnun Vesturheims, því þær
gátu haldizt lifandi á löngum ferða-
lögum — þannig mátti hafa nýmeti
dag hvern.
En vegna þess hve staðföst græna
skjaidbakan er í háttum, hve ófáan-
leg hún er til að verpa nokkurs-
staðar nema þar sem henni var orp-
ið, er mun auðveldara en annars
væri, að veiða hana. Hún er veidd
í sjó áður en hún eðlar sig, á landi
áður en hún verpir, í milljónatali.
Auk þess taka bæði menn og rán-
dýr eggin úr gjótunum, þar sem
hún leggur þeim, og skilja fátt eftir.
En þegar litlu skjaldbökuungarnir,
sem ekki eru nema 10—12 cm á
lengd, koma í sjóinn, eru þar fyrir
ótal gráðugir fiskar, sem éta þá.
Af þessu má sjá að það er engin
furða þó að fátt sé eftir af grænum
risaskj aldbökum.
Hvernig sem reynt hefur verið að
afstýra því að menn legðust á þessa
deyjandi tegund og flýttu aleyðingu
hennar, hefur það ekki tekizt. Dr.
Schröder taldi 137 beinagrindur af
grænu skjalbökunni á strönd Tor-
tuguero, utanvert við hið friðaða
svæði sem hann hefur til umráða.
Þetta var í fyrra. Skjaldbökuveið-
arar höfðu snúið þeim við og síðan
látið þær eiga sig. Þá deyja þær að
nokkrum tímum liðnum, ef á þær
skín heit sól. Þarna hafði tapazt
h. u. b. 7000 kg af skjaldbökukjöti,
og ógrynni eggja, og virðist þetta
ljóta athæfi votta meiri græðgi
en fyrirhyggju.
Fleiri sögur mætti segja af Ijót-
um aðförum við skjaldbökuveiðar.
Karldýrinu er ekki jafn hætt sem
kvendýrinu, því það fer aldrei á
land, og telst svo til að tvö karl-
dýr komi á móti einu kvendýri
þarna við ströndina, og annars stað-
ar.
Tilraunirnar til að fjölga grænu
skjaldbökunum eru tviþættar, og
renna þó í eitt á köflum. f Tortu-
guero, undir handleiðslu dr. Carr,
er hundruðum þúsunda af ungum
skjaldbökum sleppt í sjó árlega.
Floti Bandaríkjanna er til aðstoðar
við að flytja skjaldbökuungana í
lofti til ýmissa stranda við Karabía-
hafa, þar sem áður fyrr voru varp-
staðir. Tilgangurinn er sá að láta
skjaldbökurnar leita til þessara
staða þegar þær eru fullorðnar og
fara að verpa sjálfar.
Schröderhjónin eru að athuga líf-
fræði grænu skjaldbökunnar. Þau
hafa til þess 400 skjaldbökur á ýms-
um aldri, og allar aldar upp hjá
Carr, og þau eru fyrst og fremst að
gæta að því hve fljótt skjaldbökur
vaxi í þróm, þar sem þær eru fóðr-
aðar, og áhrif hitastigsins í vatninu
á það hvernig þær dafna, hve mik-
ið þær þurfa af fóðri, og hve mikið
þær þyngjast, og hvernig þeim kem-
ur það að þurfa að lifa í þrengslum.
(Venjulega sjást grænar skjaldbök-
ur aldrei fyrr en þær hittast úti
fyrir varpstaðnum til að æxlast).
Hingað til hefur ekkert fundizt
sem ungarnir dafna betur af en
saxaður fiskur. Þegar þeir eru orðn-
ir sex mánaða gamlir, fara þeir að
breyta lit, voru áður svartir, en