Úrval - 01.02.1968, Síða 20

Úrval - 01.02.1968, Síða 20
18 ÚRVAL strandlengjunnar við Karabíahaf. Sumir sagnfræðingar segja þær hafa verið til hins mesta hagræðis við landkönnun Vesturheims, því þær gátu haldizt lifandi á löngum ferða- lögum — þannig mátti hafa nýmeti dag hvern. En vegna þess hve staðföst græna skjaidbakan er í háttum, hve ófáan- leg hún er til að verpa nokkurs- staðar nema þar sem henni var orp- ið, er mun auðveldara en annars væri, að veiða hana. Hún er veidd í sjó áður en hún eðlar sig, á landi áður en hún verpir, í milljónatali. Auk þess taka bæði menn og rán- dýr eggin úr gjótunum, þar sem hún leggur þeim, og skilja fátt eftir. En þegar litlu skjaldbökuungarnir, sem ekki eru nema 10—12 cm á lengd, koma í sjóinn, eru þar fyrir ótal gráðugir fiskar, sem éta þá. Af þessu má sjá að það er engin furða þó að fátt sé eftir af grænum risaskj aldbökum. Hvernig sem reynt hefur verið að afstýra því að menn legðust á þessa deyjandi tegund og flýttu aleyðingu hennar, hefur það ekki tekizt. Dr. Schröder taldi 137 beinagrindur af grænu skjalbökunni á strönd Tor- tuguero, utanvert við hið friðaða svæði sem hann hefur til umráða. Þetta var í fyrra. Skjaldbökuveið- arar höfðu snúið þeim við og síðan látið þær eiga sig. Þá deyja þær að nokkrum tímum liðnum, ef á þær skín heit sól. Þarna hafði tapazt h. u. b. 7000 kg af skjaldbökukjöti, og ógrynni eggja, og virðist þetta ljóta athæfi votta meiri græðgi en fyrirhyggju. Fleiri sögur mætti segja af Ijót- um aðförum við skjaldbökuveiðar. Karldýrinu er ekki jafn hætt sem kvendýrinu, því það fer aldrei á land, og telst svo til að tvö karl- dýr komi á móti einu kvendýri þarna við ströndina, og annars stað- ar. Tilraunirnar til að fjölga grænu skjaldbökunum eru tviþættar, og renna þó í eitt á köflum. f Tortu- guero, undir handleiðslu dr. Carr, er hundruðum þúsunda af ungum skjaldbökum sleppt í sjó árlega. Floti Bandaríkjanna er til aðstoðar við að flytja skjaldbökuungana í lofti til ýmissa stranda við Karabía- hafa, þar sem áður fyrr voru varp- staðir. Tilgangurinn er sá að láta skjaldbökurnar leita til þessara staða þegar þær eru fullorðnar og fara að verpa sjálfar. Schröderhjónin eru að athuga líf- fræði grænu skjaldbökunnar. Þau hafa til þess 400 skjaldbökur á ýms- um aldri, og allar aldar upp hjá Carr, og þau eru fyrst og fremst að gæta að því hve fljótt skjaldbökur vaxi í þróm, þar sem þær eru fóðr- aðar, og áhrif hitastigsins í vatninu á það hvernig þær dafna, hve mik- ið þær þurfa af fóðri, og hve mikið þær þyngjast, og hvernig þeim kem- ur það að þurfa að lifa í þrengslum. (Venjulega sjást grænar skjaldbök- ur aldrei fyrr en þær hittast úti fyrir varpstaðnum til að æxlast). Hingað til hefur ekkert fundizt sem ungarnir dafna betur af en saxaður fiskur. Þegar þeir eru orðn- ir sex mánaða gamlir, fara þeir að breyta lit, voru áður svartir, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.