Úrval - 01.02.1968, Síða 36

Úrval - 01.02.1968, Síða 36
34 ÚRVAL ég 'skaut mér út úr ílugvélinni, og ég yrði fær um að synda. A8 vísu var það ólíklegt, að mér tækist að synda þessar 640 mílur til Kalifor- níu, en samt ætti mér kannske að takast að blása upp og klöngrast síðan upp í fallega, litla, eins manns björgunarflekann, sem var festur tryggilega við flugmannsbúninginn minn. Skýin, sem svifu yfir sjónum, virtust nú æða upp eftir til mín, og ég man, að ég hugsaði sem svo: „Æ, bara það tæki svolítið lengri tíma að falia.“ Svo varð ég skyndilega umvafinn hvítum hjúp, sem líktist þoku, og á næsta augnabliki skall ég í sjóinn eins og poki, troðfullur af kúlulegum. Ég leysti fóta- og bringuólarnar á fallhlífarbeltinu, og losnaði strax við fallhlífarsnúrurn- ar. Fallhlífin barst síðan burt á öld- unum. Ég tók flekann úr hylkinu og blés hann upp. Svo klöngraðist ég upp á flekann. Næstu mínúturnar velti ég því fyrir mér, hvernig nú var í raun og veru komið fyrir mér. Öidumar voru 10—12 feta háar. Þær steypt- ust ekki fram yfir sig og brotnuðu, heldur hreyfðust í bylgjuhreyfingu upp og niður, upp og niður. Him- inninn var alþakinn skýjum, og náðu skýin allt niður í 300 feta hæð yfir hinum órólegu öldum. Og þetta var alveg eins og í kvikmynd með Humphrey Bogart í aðalhlutverk- inu, því að örlitlar loftbólur stigu í sífellu. upp á yfirborðið frá litlu gati á hægri hlið flekans. „Þetta hlýtur að vera vitleysa," hugsaði ég. En samt bjóst ég hálft í hvoru við því að sjá torfu af há- körlum á næsta augnabliki. Ég hætti að einblína niður í sjóinn og brá fingurgómi yfir gatið. Sem snöggvast varð mér hugsað til sög- unnar um hollenzka drenginn og gatið á sjóvarnargarðinum. Ég athugaði björgunarútbúnað minn vandlega. Ég hafði hlaðna skammbyssu, flautu, þrjú reykblys, þrjú hylki með lit í, 2 lítra af vatni og plastpakka með neyðarútbúnaði í. Hann var ekki stærri en venju- legur vindlingapakki. í honum var færi, önglar, sökkur og leiðbeining- ar prentaðar á vatnsþétt efni. — „Agætt! Ég kasta bara færinu í sjó- inn og dreg eitthvert lostæti upp úr hafdjúpunum. Kvöldmatur fyrir einn og það meira að segja við borð skipstjórans." En þess í stað varð ég sjóveikur. Svo hvolfdi flekanum, og ég varð að snúa honum og klöngrast síðan upp í hann aftur. Það virtist sem ég mundi eiga langa nótt fyrir höndum. Það mundi örugglega reyn- ast erfitt fyrir bensínflutningaflug- vélarnar að komast niður fyrir skýjabakkann til þess að leita að mér. Og' þar var varla um nokkurt skyggni að ræða, jafnvel þótt þeim tækist það. Og þær gátu ekki lent í sjónum, jafnvel þótt flugmönnun- um í þeim tækist að koma auga á mig fyrir eitthvert kraftaverk. — Jafnvel sjóflugvélar þær, sem ætl- aðar eru til björgunar flugmanna, sem hrapað hafa í hafið, gætu ekki lent á svona ókyrrum sjó. Eina von- in var sú, að flugmennirnir í ein- hverri bensínflutningaflugvélinni kæmu auga á mig og köstuðu til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.