Úrval - 01.02.1968, Side 38
36
ÚRVAL
þegar ég reyndi að þakka yfix-mönn-
um og áhöfn USS Koiner næsta
morgun, frétti ég', að skipið hafði
verið staðsett einmitt á þessum slóð-
um og átti að veita flugmönnum
hjálp, ef þeim hlekktist eitthvað á.
Þetta var í raun og veru eina skip-
ið á mörg hundi'uð fermílna svæði.
Það hafði ekki haft neitt þráðlaust
samband við flugvélar okkar.
Áhöfnin hafði séð reyk í fjarska og
hafði svo rekizt á brakið úr flug-
vé.inni minni, þegar þeir komu á
vettvang til þess að rannsaka
þetta nánar. Að vísu völdu yfir-
menn USS Koiner af tilviljun ein-
m'lt þá stefnu, sem beindi þeim
nákvæmlega til mín um einni
ldukkustund síðar.
Hvernig hafði forsjóninni tekizt
að hafa þau áhrif á skipstjórann, að
hann valdi einmitt þessa stefnu?
Hefði stefnan verið nokkrum gráð-
um til hægri eða vinstri, hefðu þeir
alls ekki fundið mig við þessar að-
stæður. Það er aðeins hægt að lýsa
því sem algerlega ótrúlegri tilvilj-
un, að skipið skyldi sigla það nærri,
aS áhöfnin gat komið auga á flek-
ann, sem var á sífelldu iði á þessum
órólega sjó.
Já, ég er heppinn. Ég veit það
dag hvern, man það sífellt. Ef þið
haldið samt, að gæfan hafi lagt mig
í algert einelti öðrum fremur, þá
skuluð þið lesa þessa frásögn:
Næsta dag, annan fagran júnídag,
gerðist sams konar sjaldgæft slys.
Cliff Judkins liðsforingi var í sams
konar flugi yfir Kyrrahafið. Hann
var einmitt staddur í 20.000 feta
hæð og var að taka bensin frá KC-
130 bensínflutningaflugvél. Þá varð
skyndilega önnur sprenging, og það
gaus upp eldur. Hann var einnig
staddur 640 mílur frá landi. Þrýst-
ingurinn í bensínleiðslunni á milli
flugvélanna hafði aukizt allt of
mikið og yfirbugað sjálfvirka
stöðvunariokann í orrustuþotunni og
síðan sprengt hann og valdið um
leið þessari miklu sprengingu. (Síð-
ar komumst við að því, að um sömu
bilun hafði einnig verið að ræða,
hvað mína flugvél snerti. Síðan
hefur áfyllingaraðferðunum verið
breytt vegna slysa þessara, enda
hefur ekkert slíkt slys orðið síðan).
Það má segja, að allar aðstæður
og öll atvik hafi verið eins, þar til
hér kemur sögu. En nú gat Jud ekki
komizt burt frá flugvélinni á rétt-
an hátt, því útbúnaður sá, sem
skjóta skyldi honum í sætinu burt
frá flugvélinni, brást illilega. Hann
varð því að yfirgefa sætið og
klöngrast út úr flugvélinni. Það lá
við, að oddhvassar brúnir vængja
og stéls tættu fallhlíf hans í sund-
ur. Það munaði ekki nema hárs-
breidd. Og í 10.000 feta hæð kippti
hann loks í fallhlífarstrenginn. En
fallhlífin losnaði aðeins úr saman-
brotnum fetlingunum, en spenntist
ekki út. Hann hrapaði leiftursnöggt
tveggja mílna leið og skall svo fast
á yfirborð sjávarins, að andlit hans
líktist illa farinni kálfslifur, þegar
þeir fundu hann þremur stxindum
síðar. Ökklarnir á honum voru eins
og illa brotnir blómsturpottar. Hann
var á lífi, en það munaði mjóu.
Jud var fluttur yfir í beitiskipið
USA Los Angeles aðeins nokkrum
klukkustundum á eftir mér, en það
kom á vettvang af tilviljun og var