Úrval - 01.02.1968, Side 42
40
URVAL
Það er þessum manni, G. E. Hale,
fyrst og fremst að þakka, að 5 m
stjörnusjáin var smíöuð. Án ötullar
forustu hans í því máli hefði aldrei
tekizt að afla þess fjár, sem Rocke-
fcllerstofnunm lét í té, en sú fúlga
var ekki numin við nögl.
G. E. Hale var prófessor í stjörnu-
eðlisfræði við háskólann í Chicago
frá 1892 til 1897, en frá árinu 1895
var hann einnig skipaður fram-
kvæmdastjóri við Yerkes-stjörnu-
rannsóknarstöð. Frá 1905 til 1923
var hann yfirmaður við stjörnuat-
hugunastöðina á Wilson-fjalli, og
varð sú stöð brátt fræg undir um-
sjá hans, og þótti bera af öðrum,
sem þá voru til. Auk þess stofnaði
Hale tímarit um stjörnueðlisfræði,
The Astrophysical Journal, og var
stundum einn um ritstj órnina, en
stundum hafði hann stjörnufræð-
inga sér til aðstoðar. Auk þess að
vera frægur stjörnufræðingur var
hann ágætur skipuleggjandi fram-
kvæmda, og það var hann sem kom
Yerkes-stjörnuathuganastöðinni á
fót, og lét gera hinn stærsta stjörnu-
kíki með ljósbrjót (en ekki spegli),
sem til er, handa stöð þessari, en
hún er í Pasadena í Kaliforníu. Þar
að auki var hann frumkvöðull að
því að reist var stöðin með hinum
mikla holspegli, sem er 5 m að
þvermáli.
Þegar Hale hafði tekizt að láta
fullgera smíði hins stærsta safn-
glers sem þá var til og gert var
handa stjörnuathuganastöðinni í
Yerkes, og er 102 cm að þvermáli
(:niðað við hið kúpta gler, en ekki
þverskurð á sjónglerinu), þótti sú
smíð undrum sæta, og enn hefur
ekkert það gler verið gert, sem
jafnstórt sé eða stærra. Og reynd-
ar mun það aldrei takast að smíða
stærra safngler, því þá yrði glerið
að vera svo þykkt um miðbikið, að
það mundi safna allt of miklu ljósi
og auk þess mundi svo stórt og
þungt gler renna örlítið til, vegna
þess að það hefði engan stuðning
nema af umgerðinni. Hve lítið sem
út af ber verður glerið gagnslítið
eða gagnslaust.
Ai þessari reynslu sannfærðist
Hale um það, að ef von ætti að
vera um að takast mætti að smíða
stjörnusjá með stærra Ijósopi, yrði
að hafa í henni holspegil. Eftir að
þetta rann upp fyrir honum, linnti
hann ekki fyrr en honum hafði
tekizt að fá samþykkt í fjárlögum
næga upphæð til þess að reisa fyrir
stjörnuathuganastöð með spegli, sem
vera skyldi 1.50 m að þvermáli, og