Úrval - 01.02.1968, Side 59

Úrval - 01.02.1968, Side 59
STJÖRNUSJÁIN MIKLA Á PALÓMARFJALLI 57 arinn betur, því að komið hafði í ljós að hann var einum tvöþúsund- asta úr millimetra of hár. En frá 12. nóvember 1948 hefur sjónauk- inn mikli verið í sífelldri notkun. Sá sem mest hlakkaði til að geta farið að nota hina nýju stjörnusjá, hefur líklega verið Edwin Hubble, enda kom það í hans hlut að taka fyrstu myndirnar með henni til reynslu. Á plötunum komu fram nokkrar geysifjarlægar vetrar- brautir, og sagðist Hubble aldrei hafa fyrr séð jafn dásamlega stjörnufræðimyndir, enda voru þessar vetrarbrautir í órafjarska utan þess sviðs sem nokkur jarð- neskur maður hafði augum litið eða myndir náðst af. Frá nóvember 1949 til júní 1950 voru teknar sam- tals 510 myndir með Hale-sjónauk- anum, allar til þess að kanna hin- ar fjarlægustu ómælisvíðáttur. Meðal hinna fyrstu mælinganið- urstaða sem Hale-sjónaukinn veitti, var þvermál reikistjörnunnar Plútó. En þar sem hann hefur frá upphafi verið ætlaður til rannsókna á vetrarbrautum og fjarlægum himinsvæðum, mátti heita að þessi mæling lægi utan við hið eiginlega verksvið stjörnusjárinnar miklu. En enginn annar af hinum stóru sjónaukum sem til voru, var til þess hæfur að gera þetta nógu vel, og varð þá að leita á náðir stóra sfjón- aukans. Plútó, sem er yzta reikistjarna sólkerfisins, er svo fjarri og svo smár, að sjónarhornið til hans verð- ur ekki nema fjórðungur úr boga- sekúndu, en það svarar til þess að sjá tuttugu og fimmeyring í tutt- ugu kílómetra fjarska. Næturnar sem þessar rannsóknir voru gerðar voru loftlögin yfir Palomar svo óvenjulega kyrr og stillt, að hægt var að stilla á 1140-falda stækkun. Þrátt fyrir þetta fór nú ekki mikið fyrir því sem mæla skyldi. Athug- andinn hefur þá séð Plútó sem litla kringlu í sjónarsviðinu eða eins og tuttugu og fimmeyring í átján metra fjarlægð. Af þessu mátti reikna út að þvermál Plútós væri 6000 kíló- metrar en það er tæpur helmingur af þvermáli jarðarinnar. En tunglið okkar hefur þvermál sem er rúm- ur helmingur af því sem Plútó hef- ur. Þegar þessi athugun var gerð, var Plútó í 514 milljarðar kíló- metra fjarlægð, eða 14 þúsund sinn- um fjær en tunglið. Plútó er yzta reikistjarnan í sólkerfinu, sem kunnugt er um, og nú vita menn um stærð hans, svo er stjörnusjánni miklu fyrir að þakka, en eiginlega höfðu menn nú búizt við meiri tíð- indum frá slíkum sjónauka. Þess var ekki heldur langt að bíða að frá tíðindum yrði að segja. Því að með hinu nýja hjálpartæki fundu menn órækar sannanir um það árin 1952, að aðrar vetrarbraut- ir væru allar tvisvar til þrisvar sinnum fjarlægari en áður var tal- ið og öll fjarlægðar og stærðarhlut- föll utan vetrarbrautar eftir því. Þetta mátti kalla stórtíðindi og framsæknir stjörnufræðingar fögn- uðu þeim, því að þeim hafði þótt það undarleg niðurstaða og ótrú- leg að þessi vetrarbraut sem sól- kerfi okkar er í, skyldi vera miklu stærri en aðrar vetrarbrautir. Hvers vegna skyldi t.d. Andromedu-vetr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.