Úrval - 01.02.1968, Síða 61
STJÖRNUSJÁIN MIKLA Á PALÓMARFJALLI
59
hvílzt eftir áreynslu næturinnar.
Það er haldið áfram að ljósmynda
eftir vandlega hugsaðri áætlun,
hverja nótt meðan tungl er ekki á
lofti. Þegar stjörnufræðingurinn hef-
ur lokið mánaðaráætlun sinni, býr
hann sig til heimferðar, og bíður
hans þá skemmtilegt verk, líklega
hið skemmtilegasta í öllu starfi
hans. Dögum og vikum saman kann-
ar hann ljósmyndir sínar með þar
til gerðum smásjám. Hann gerir
samanburð á myndum sínum, áætl-
ar svertustigið, kannar stærð og
lögun deplanna o.s.frv. Hann hefur
meira en nóg að starfa vikuna fyr-
ir og eftir tunglfyllingu. En á meðan
taka aðrir stj örnufræðingar við á
Palomarfjalli og nota sjónaukann
í sambandi við hina stóru litrófs-
mæla, og truflar tunglskinið ekki
það starf.
Það sem menn vænta sér af starf-
inu með hinum mikla sjónauka, er
ekki svo mjög að margfalda stækk-
unina á því sem myndað er. Að því
er það snertir er henni haldið í
hófi eða stækkað aðeins nokkur
hundruð sinnum, og það er ekki
oft sem hún er höfð þúsundföld eða
meir. Titringur loftlaganna, sem allt-
af er einhver, veldur því ásamt eðli
ljóssins, að engin leið er að stækka
margþúsundfalt. Því stærri sem
sjónaukinn verður, því betur grein-
ir hann sundur einstök atriði mynd-
arinnar og sést þá margt betur en
áður. Yfirburðir stóra sjónaukans
eru nú einmitt hæfileikinn til þess
að safna saman daufu ljósi í brenni-
depli, og hefur þetta mesta þýð-
ingu í sambandi við hinar mestu
víðáttur alheimsgeimsins. Ljós frá
ósegjanlega fjarlægum vetrarbraut-
um, sem farið hefur um geyminn
um þúsundir áramilljóna, hefur
náðst á mynd með þessu tæki.
Sjónarsvið Hale-sjónaukans er
hinsvegar svo takmarkað, að það
nær ekki yfir stærra himinsvæði
en það sem tíeyringur skyggir á
fyrir auganu, þegar honum er hald-
ið uppi í útréttri hendi. Ef ljós-
mynda skyldi allt himinsvæðið eins
og það blasir við okkur með þessum
sjónauka, þá yrði að taka meir en
fimm hundruð þúsund myndir, og
myndi það verk taka þúsundir ára.
Hefði þetta torveldað mjög það
gagn sem af honum mátti hafa,
ef ekki hefði viljað svo vel til að
nokkurn veginn samtímis smíði
Hale-sjónaukans var gerð uppfinn-
ing sem gerði það kleift að smíða
hinn fræga Schmitdt-ljósmynda-
sjónauka. Með honum eru teknar
ágætlega skýrar myndir af stórum
himinsvæðum í einu, og á þeim
myndum geta þeir leitað uppi þá
staði, sem þeir vilja helzt rannsaka
með stóra sjónaukanum. Þessi tvö
tæki bæta því hvort annað upp á
heppilegasta hátt.
Fyrir nokkrum árum var ljós-
myndað með Schmidt-sjónaukan-
um allt það himinsvæði, sem sézt
frá breiddarstigi Palomarfjalls.
Voru teknar samtals 1872 myndir
og tók hver yfir 7x7 mælistiga him-
insvæði, og var hvert svæði tví-
myndað, og önnur myndin tekin
með bláljósnæmri plötu en hin með
rauðljósnæmri. Síðan voru gerðar
eftirprentanir allra myndanna í
samfelldri himinkortaröð og gefn-
ar út í geysistórri bók sem bar