Úrval - 01.02.1968, Side 62

Úrval - 01.02.1968, Side 62
60 ÚRVAL nafnið „The Palomar Sky Atlas“. Verðið á bókinni er um 100 þúsund krónur (ísl.), en það má líka segja að nokkuð fáist í aðra hönd, því að í bókinni er talið að telja megi um 500 milljón einstakar stjörnur, en um tíu milljónir vetrarbrauta. Á einstaka blaðsíðum í bókinni má telja um 50 þúsundir vetrarbrauta! Það gefur þessari bók sérstakt gildi, að þar er varðveitt útlit alls him- insvæðisins á þeim tíma þegar myndirnar voru teknar. Þegar menn fara svo síðar að finna eitt eða ann- að óvenjulegt á nýteknum mynd- um, verður þá alltaf hægt að gá í stóru kortabókina og bera saman. En daufustu einstakar stjörnur sem þarna sjást eru í 20. stærðarflokki. Haustnótt eina árið 1950, þegar dimmt var orðið og stjörnuskyggni gott, var hinn frægi þýzk-ameríski stjörnufræðingur Walter Baade að ljósmynda miðsvæðin í hinni miklu Andrómeda-stjörnuþoku. Þegar lýs- ing plötunnar sem átti að standa í klukkutíma, var hálfnuð, veitti Baade því athygli, að ljósrauðum bjarma sló á umgerð sjónglersins, sem hann horfði í. Honum datt ekki annað í hug en að skógareldur væri kominn upp, og símaði til aðstoðar- mannsins og bað hann að afla sér upplýsinga og tilkynna svo um hættuna ef bruni væri á ferðum. Nokkurri stundu síðar segir aðstoð- armaðurinn, að sem betur fer hafi ekki orðið vart við neinn skógar- bruna. Roðinn á umgerð sjónglers- ins sem Baade hafði séð, var reynd- ar ljós frá milljörðum sólna í mið- svæði Andrómeda-stjörnuþokunn- ar, sem líktist svo mjög þeim bjarma sem slær af fjarlægu báli. Andró- meda-stjörnuþokan er aðeins sýni- leg berum augum í bezta skyggni, en það er ekki nema með tilstyrk stórsjónauka eins og Hale-stjörnu- sjárinnar, sem safnar miklu af ljósi stj örnuþokunnar á einn stað, að unnt er að greina slík litbrigði. Og gerist það reyndar ekki á hverri nóttu, enda segist Baade aldrei munu gleyma þessari heillandi sýn, sem stafaði af ljósi sem lagði af stað frá annarri vetrarbraut fyrir tveim milljónum ára. Hvaða niðurstöðum má helzt bú- azt við af þessu mikla tækniundri, sem 5-metra spegilsjónaukinn er? Langmikilvægasti árangurinn af því að nota hann, verður á sviði vetrarbrautarrannsókna. Geim- svæði það sem bein athugun nær til, víkkar stórkostlega, og sjálfar vetrarbrautirnar verða miklu ná- kvæmlegar rannsakaðar en áður, og nást af þeim betri myndir. Það var á Palomarfjalli sem hin nýupp- götvuðu ofurstirni (quasars) voru fyrst fundin, en þau eru á góðri leið með að gerbylta ýmsum atriðum eðlisfræðilegs skilnings, og kippa stoðum undan skoðunum um tak- mörkum ljóshraðans. Sólsprenging- ar, sem að vísu er mjög fátíður við- burður miðað við allan þann fjölda af sólum sem til eru, verða einnig athugaðar í fjarlægum vetrarbraut- um með tilstyrk hins mikla tækis.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.