Úrval - 01.02.1968, Side 71
NÚ VINNST BRÁTT SIGUR Á FLOGAVEIKI
69
in lyf hafa gagnað við hingað til.
Það eru krampar, sem stafa af
rafmagnstruflun í tveimur stöðv-
um í heilanum, sem kallast á
læknamáli amygdaloid-stöðin og
hippocampus.
Tveir menn, dr. Robert Rand og
H. Cranall, eru nú að leitast við að
fullkomna aðferð, sem reynd var
fyrst fyrir meira en fimm árum í
París. Það var franskur skurðlækn-
ir, dr. Jean Talairach, sem það
gerði. Hann setti fjölfasa rafskaut
á móts við stöðvar þær í heilanum
sem nefndar voru hér að framan,
til þess að ákvarða hvar mest væri
um rafmagnsúrfellingu (electric
discharge). Þegar þetta var fundið,
setti hann pípu þar inn um og leiddi
gegn um hana örsmáan útvarps-
ísótóp af Yttrium—90. Beta geislar
þeir sem þarna leiddust í gegn,
drápu vefina sem báru í sér mein-
ið, og læknaðist sjúklingurinn.
Dr. Rand hefur nú fullkomnað
aðferðina svo, að nú getur sjúkl-
ingur haft tæki þetta með allmörg-
um pípum eða nálum í allt að því
þrjár vikur, og rafstraumur lát-
inn leika um, sem stjórnað er með
mælitæki mjög nákvæmu.
Þegar búið er að finna nákvæm-
lega stað þann í heilanum, þar sem
rafmagnsúrfellingin er mest, er
skorið þar í, og hinn sjúki hluti
numinn burt. Hingað til hafa verið
gerðar 25 slíkar aðgerðir, og af
þeim hafa 15 virzt heppnast. Þrír
sjúklingar a.m.k. hafa engin köst
fengið í þrjá mánuði til þrjú ár og
gefur þetta nokkurn veginn fulla
vissu um varanlegan bata.
Engin sú hætta fylgir þessum að-
gerðum, sem jafnan er samfara
lobottomi — að sjúklingurinn missi
eitthvað af viti eða minni, segir
dr. Rand.
Það er eitt af hinum stærstu
skrefum til skilnings á veikindum
þessum, að sannað er, að sjúkling-
urinn getur verið alheilbrigður að
öðru leyti, og er það oft. Ef það
tekst að hefta sjúkdóminn, er ekkert
því til fyrirstöðu að hann geti lifað
lífinu sem fullkomlega heilbrigður
maður.
Dr. William G. Lennox, prófessor
við Harvard-háskóla, hefur gert
skýrslur um 2000 sjúklinga, sem
hann athugaði. Honum taldist svo
til að 67 af hundraði af þeim hefðu
meðalgreind eða meir, að 23 af
hundraði væru lítið eitt fyrir neð-
an meðallag, en aðeins 10 af hundr-
aði langt þar fyrir neðan.
Önnur rannsókn sem gerð var á
50 000 sjúklingum, sýndi það að að-
eins 5% sem höfðu grand mal, og
petit mal höfðu skerta vitsmuni.
Þriðja tegundin, psychomotor-
flogaveikin, sýndi þó hærri hundr-
aðstölu þeirrar skerðingar greindar,
sem benti til skemmdar á heila.
Flogaveika menn ætti að aðstoða
til að fá að stunda störf, sem þeim
eru ekki um megn, eða hætta getur
stafað af að þeir fáist við.
Ef einhver, sem þetta les, skyldi
þurfa að aðstoða flogaveikan mann,
er gott fyrir hann að þekkja þessi
atriði:
Varast skal ofboð, því engin lífs-
hætta er á ferðum.
Engin þörf er á að kveðja lækni
til, nema sjúklingurinn hafi meitt
sig þegar hann datt, eða ef kastið