Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 71

Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 71
NÚ VINNST BRÁTT SIGUR Á FLOGAVEIKI 69 in lyf hafa gagnað við hingað til. Það eru krampar, sem stafa af rafmagnstruflun í tveimur stöðv- um í heilanum, sem kallast á læknamáli amygdaloid-stöðin og hippocampus. Tveir menn, dr. Robert Rand og H. Cranall, eru nú að leitast við að fullkomna aðferð, sem reynd var fyrst fyrir meira en fimm árum í París. Það var franskur skurðlækn- ir, dr. Jean Talairach, sem það gerði. Hann setti fjölfasa rafskaut á móts við stöðvar þær í heilanum sem nefndar voru hér að framan, til þess að ákvarða hvar mest væri um rafmagnsúrfellingu (electric discharge). Þegar þetta var fundið, setti hann pípu þar inn um og leiddi gegn um hana örsmáan útvarps- ísótóp af Yttrium—90. Beta geislar þeir sem þarna leiddust í gegn, drápu vefina sem báru í sér mein- ið, og læknaðist sjúklingurinn. Dr. Rand hefur nú fullkomnað aðferðina svo, að nú getur sjúkl- ingur haft tæki þetta með allmörg- um pípum eða nálum í allt að því þrjár vikur, og rafstraumur lát- inn leika um, sem stjórnað er með mælitæki mjög nákvæmu. Þegar búið er að finna nákvæm- lega stað þann í heilanum, þar sem rafmagnsúrfellingin er mest, er skorið þar í, og hinn sjúki hluti numinn burt. Hingað til hafa verið gerðar 25 slíkar aðgerðir, og af þeim hafa 15 virzt heppnast. Þrír sjúklingar a.m.k. hafa engin köst fengið í þrjá mánuði til þrjú ár og gefur þetta nokkurn veginn fulla vissu um varanlegan bata. Engin sú hætta fylgir þessum að- gerðum, sem jafnan er samfara lobottomi — að sjúklingurinn missi eitthvað af viti eða minni, segir dr. Rand. Það er eitt af hinum stærstu skrefum til skilnings á veikindum þessum, að sannað er, að sjúkling- urinn getur verið alheilbrigður að öðru leyti, og er það oft. Ef það tekst að hefta sjúkdóminn, er ekkert því til fyrirstöðu að hann geti lifað lífinu sem fullkomlega heilbrigður maður. Dr. William G. Lennox, prófessor við Harvard-háskóla, hefur gert skýrslur um 2000 sjúklinga, sem hann athugaði. Honum taldist svo til að 67 af hundraði af þeim hefðu meðalgreind eða meir, að 23 af hundraði væru lítið eitt fyrir neð- an meðallag, en aðeins 10 af hundr- aði langt þar fyrir neðan. Önnur rannsókn sem gerð var á 50 000 sjúklingum, sýndi það að að- eins 5% sem höfðu grand mal, og petit mal höfðu skerta vitsmuni. Þriðja tegundin, psychomotor- flogaveikin, sýndi þó hærri hundr- aðstölu þeirrar skerðingar greindar, sem benti til skemmdar á heila. Flogaveika menn ætti að aðstoða til að fá að stunda störf, sem þeim eru ekki um megn, eða hætta getur stafað af að þeir fáist við. Ef einhver, sem þetta les, skyldi þurfa að aðstoða flogaveikan mann, er gott fyrir hann að þekkja þessi atriði: Varast skal ofboð, því engin lífs- hætta er á ferðum. Engin þörf er á að kveðja lækni til, nema sjúklingurinn hafi meitt sig þegar hann datt, eða ef kastið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.