Úrval - 01.02.1968, Síða 74
72
URVAL
Rithöfundurinn, fyrir-
lesarinn og útvarps-
maðurinn Eugene Ly-
ons er heimsþekktur
sérfræðingur í öllu því
er lýtur hinu kommúniska Rúss-
landi. Hann fluttist til Bandaríkj-
anna frá Austur-Evrópu og ólst upp
í fátækrahverfi í New York. Sem
ungur maður vann hann af lifi og
sál fyrir málstað kommúnismans.
Árið 1928 fór hann til Moskvu sem
fréttaritari fyrir fréttastofuna Unit-
ed Press og varð fyrstur erlendra
fréttaritara til þess að eiga viðtal
við Stalin, eftir að hann komst til
valda. En hin ákafa trú hans á
kommúnismann beið algert skip-
brot, er hann horfðist í augu við
nakinn veruleika hins daglega lífs
í Sovétríkjunum, í bók sinni „Sendi-
för til Draumalandsins“, (Assingn-
ment in Utopia) lýsir hann hinum
bitru vonbrigðum sínum, en sú bók
hefur vakið einna mesta athygli af
öllum þeim bókum, sem skrifaðar
hafa verið um Rússland.
í bókinni „Paradísarmissir verka-
lýðsins“ (Workers’ Paradise Lost)
horfir Eugene Lyons um öxl og
vegur og metur atburði þeirrar
hálfu aldar, sem liðin er frá upp-
hafi rússnesku stjórnarbyltingar-
innar. Hann tekur það fram, að
bók hans beri ekki að flokka sem
sagnfræði í hinum venjulega tíma-
talslega skilningi, heldur er þar
um að ræða, samkvæmt yfirlýsingu
hans „athugun og rannsókn helztu
goðsagnanna, sem þessi sovézki
aldarhelmingur er gegnsýrður af.
Sannleikurinn er sá, að hin svo-
kallaða „Mikla tilraun" hefur mis-
tekizt, og er þar um að ræða ein
mestu mistök mannkynssögunnar,
sé tekið tillit til þess, sem tilraunin
kostaði, tugmilljóna mannslífa,
ómælanlegra þjáninga, upplausnar
í heimsmálum og eyðileggingar sið-
ferðilegra og andlegra verðmæta.“
Með kyndil sósíalismans hátt á
lofti hefur sovézka þjóðin skapað
upphaf nýs tímabils í sögu mann-
kynsins .... Styrkur kommún-
ismans er óþrjótandi .... Stjórn-
arbyltingin sigrar .... Sósíalism-
inn er samtíðin fyrir hundruð
milljóna manna og framtíðin fyrir
hinn hluta mannkynsins.
Þessi orð eru tekin úr 30 blað-
síðna yfirlýsingu, sem gefin er út
af Sovétríkjunum til minningar
um 50 ára afmæli „sósíalistabylt-
ingarinnar". 7. nóvember árið 1917.
í holskeflum af „slagorðum" er þar
lýst yfir „fullum og endanlegum
sigri sósíalismans í Ráðstjórnar-
ríkjunum.“
Þar getur að líta allt það gamaL
kunna, sem Sovétríkin hafa svo
oft stært sig af: yfirlýsingar um
afnám atvinnuleysisins, „risafram-
farir efnahagslegrar og menningar-
legrar þróunar,“ óumflýjanlegan
ósigur kapítalismans, dásemdir
sósíaliskrar iðnvæðingar og sam-
yrkjubúskapar og „endurlífgun og
uppyngingu heimsins fyrir kraft
byltingarinnar.“
Allar þjóðir ala auðvitað með
sér sínar uppáhalds goðsagnir, sem
eiga djúpar rætur í fortíð þeirra
og hafa þróazt kynslóð fram af
kynslóð, öld fram af öld. En goð-
sagnir kommúnista eiga sér algera
sérstöðu. Þetta goðsagnakerfi þeirra