Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 74

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 74
72 URVAL Rithöfundurinn, fyrir- lesarinn og útvarps- maðurinn Eugene Ly- ons er heimsþekktur sérfræðingur í öllu því er lýtur hinu kommúniska Rúss- landi. Hann fluttist til Bandaríkj- anna frá Austur-Evrópu og ólst upp í fátækrahverfi í New York. Sem ungur maður vann hann af lifi og sál fyrir málstað kommúnismans. Árið 1928 fór hann til Moskvu sem fréttaritari fyrir fréttastofuna Unit- ed Press og varð fyrstur erlendra fréttaritara til þess að eiga viðtal við Stalin, eftir að hann komst til valda. En hin ákafa trú hans á kommúnismann beið algert skip- brot, er hann horfðist í augu við nakinn veruleika hins daglega lífs í Sovétríkjunum, í bók sinni „Sendi- för til Draumalandsins“, (Assingn- ment in Utopia) lýsir hann hinum bitru vonbrigðum sínum, en sú bók hefur vakið einna mesta athygli af öllum þeim bókum, sem skrifaðar hafa verið um Rússland. í bókinni „Paradísarmissir verka- lýðsins“ (Workers’ Paradise Lost) horfir Eugene Lyons um öxl og vegur og metur atburði þeirrar hálfu aldar, sem liðin er frá upp- hafi rússnesku stjórnarbyltingar- innar. Hann tekur það fram, að bók hans beri ekki að flokka sem sagnfræði í hinum venjulega tíma- talslega skilningi, heldur er þar um að ræða, samkvæmt yfirlýsingu hans „athugun og rannsókn helztu goðsagnanna, sem þessi sovézki aldarhelmingur er gegnsýrður af. Sannleikurinn er sá, að hin svo- kallaða „Mikla tilraun" hefur mis- tekizt, og er þar um að ræða ein mestu mistök mannkynssögunnar, sé tekið tillit til þess, sem tilraunin kostaði, tugmilljóna mannslífa, ómælanlegra þjáninga, upplausnar í heimsmálum og eyðileggingar sið- ferðilegra og andlegra verðmæta.“ Með kyndil sósíalismans hátt á lofti hefur sovézka þjóðin skapað upphaf nýs tímabils í sögu mann- kynsins .... Styrkur kommún- ismans er óþrjótandi .... Stjórn- arbyltingin sigrar .... Sósíalism- inn er samtíðin fyrir hundruð milljóna manna og framtíðin fyrir hinn hluta mannkynsins. Þessi orð eru tekin úr 30 blað- síðna yfirlýsingu, sem gefin er út af Sovétríkjunum til minningar um 50 ára afmæli „sósíalistabylt- ingarinnar". 7. nóvember árið 1917. í holskeflum af „slagorðum" er þar lýst yfir „fullum og endanlegum sigri sósíalismans í Ráðstjórnar- ríkjunum.“ Þar getur að líta allt það gamaL kunna, sem Sovétríkin hafa svo oft stært sig af: yfirlýsingar um afnám atvinnuleysisins, „risafram- farir efnahagslegrar og menningar- legrar þróunar,“ óumflýjanlegan ósigur kapítalismans, dásemdir sósíaliskrar iðnvæðingar og sam- yrkjubúskapar og „endurlífgun og uppyngingu heimsins fyrir kraft byltingarinnar.“ Allar þjóðir ala auðvitað með sér sínar uppáhalds goðsagnir, sem eiga djúpar rætur í fortíð þeirra og hafa þróazt kynslóð fram af kynslóð, öld fram af öld. En goð- sagnir kommúnista eiga sér algera sérstöðu. Þetta goðsagnakerfi þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.