Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 75

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 75
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS 73 hefur ekki þróazt smám saman stig af stigi. Það hefur verið búið til og því hleypt af stokkunum af ásettu ráði á vorum tímum. Sovétríkin mynduðu þá fyrstu ríkisstjórn, sem sögur fara af, að hafi álitið það algera frumnauðsyn, að ríkisvaldið mótaði hugsunar- hátt heimaþjóðarinnar og útbreiddi einnig slíkan hugsunarhátt erlend- is, enda hefur sovézka ríkisvaldiö rekið mestu áróðursvél, sem um getur í sögu mannkynsins. Ósigr- arnir frá í gær eru umskapaðir og þeim breytt í sigra dagsins í dag, orðum og hugtökum er snúið við að vild. Plaggið, sem gefið var út til minningar um hálfrar aldar af- mæli kommúnismans, er fyrirtaks dæmi um slíkt snöggsoðið (instant) goðsagnakerfi. Það leikur enginn vafi á því, að nóvembermánuður ársins 1917 er ein örlagaríkustu tímamót í sögu mannkynsins. Það er varla hægt að gera of mikið úr áhrifum af valdatöku bolsévíka á gervallt mannkyn. Og hin ófrávíkjanlega viðleitni valdhafanna í Kreml til þess að útbreiða kommúnismann um gervallan heim, að gera heim- inn kommúniskan, hefur verið og er enn eitt sterkasta aflið, sem mótað hefur og mótar enn 20. öld- ina. En hvað liggur að baki mælsku- listar kommúnista? Hefur hann unnið sigur? Er það satt, að „sovézkir borgarar beri ekki í brjósti neinn ótta gagnvart fátækt- inni?“ Leiðir „hin vísindalega kenning marx-leninismans“ til „raunverulegs lýðræðis, friðar og' frelsis“? Hverjar eru í rauninni staðreyndirnar að baki hinna sovézku goðsagna? Nú er tími til kominn til að veita skýr og ákveðin svör við þessum spurningum. „ÉG HRÆKI Á RÚSSLAND!“ I hálfa öld hafa nú atburðir þeir, er gerðust aðfaranótt 7. nóvember árið 1917, verið skilgreindir sem bylting. Þetta er hrikaleg lygi. Þeir Lenin, Trotsky og hinir boisévísku félagar þeirra gerðu gagnbyltingu (,,putseh“). í rauninni kollvörpuðu þeir fyrsta lýðræðislega þjóðfélag- inu í sögu Rússlands, þ.e. stjórn lands, sem þá var „frjálsasta land heimsins", svo að viðhöfð séu orð Lenins sjálfs. Þetta gerðist eftir að raunveruleg bylting alþýðunnar hafði steypt keisarastjórninni af stóli í marz árið 1917 og komið á laggirnar bráðabirgðastjórn undir forystu Alexanders Kerenskys. Bolsévíkarnir frelsuðu ekki fólk- ið. Það var fólkið, sem frelsaði þá úr útlegðinni, sem þeir voru í. Lenin frétti um fall keisarans við lestur dagblaða í Sviss. Hann kom til Petrograd (Pétursborgar, nú Leningrad), sem þá var höfuðborg Rússlands, ásamt 30 lærisveinum sínum þ. 16. apríl. Trotsky, sem hafði dvalið í New York, kom svo í maí. En aðrir, þar á meðal Stalin, komu frá ýmsum útlaganýlendum innan rússneska keisaradæmisins. Þeir voru fulltrúar hinna minnstu af hinum fjölmörgu róttæku hreyf- ingum, sem ólguðu þá innan Rúss- lands. Þeir höfðu ekki gert neina ákveðna áætlun, en voru samt ákveðnir í að grípa stjórnartaum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.