Úrval - 01.02.1968, Síða 79
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS
77
þetta tímabil. Og nú byrjaði
„Cheka“, hin nýmyndaða leyni-
lögregla Lenins, að láta til sín
taka.
Þeir Lenin og Trotsky beindu
öllum mætti sínum að því að ganga
á miili bols og höfuðs á vinstri
flokknum, því að bolsévíkarnir ótt-
uðust andstöðu sósíalista og frjáls-
lyndra meira en alla keisarasinna
samanlagða. Fangelsin troðfylltust
brátt af hreinræktuðum byltingar-
mönnum og lýðræðissinnum. Og er
mótspyrnan óx enn, var tekið upp
nýtt kerfi ógna. Byrjað var að
drepa gísla, saklaust fólk til þess
að hefna fyrir árásir á hina nýju
stjórnendur landsins.
„Einn af hverjum tíu verður skot-
inn, hvort sem hann er sekur eða
ekki.“ Þannig hljóðaði aðvörun, sem
var fljótlega birt. Auk fangelsunar
og dauða stakk Lenin upp á því, að
taka skyldi upp þrælkunarvinnu-
kerfi til þess að losna við mögu-
lega utanveltubesefa, þ. e. þá, sem
kynnu að setja sig upp gegn hin-
um rauðu húsbændum vegna þjóð-
félagsstéttar sinnar og uppruna.
Blóðbaðið komst í algleyming eft-
ir 30. ágúst 1918, eftir að byltingar-
konan Dora Kaplan skaut á Lenin
og særði hann sem „svikara við
byltinguna“. í hefndarskyni voru
500 fangar í Kronstadt felldir með
riffilkúlnaregni. 512 gíslar voru
drepnir í Pétursborg.
Einn af yfirmönnum „Cheka“,
nýju rússnesku leynilögreglunnar,
félagi Latsis, tilkynnti opinber-
lega: „Við erum að útrýma borgara-
stéttinni sem stétt! Verið ekki að
hafa fyrir því að leita að gildum
sönnunargögnum.“ Hann sagði, að
það væru næg sönnunargögn, ef
hendur einhvers væru ekki vinnu-
lúnar.
Samt var mótspyrnunni haldið
áfram. Engin ein bók gæti lýst ýt-
arlega þeim hundruðum uppreisna,
er geisuðu í Rússlandi á þessu
tímabili, en sú, sem var athyglis-
verðust, var uppreisnin í Kronstadt.
Sjóliðarnir í Kronstadt, sem er
flotavirki á eyju nálægt Pétursborg,
höfðu verið meðal helztu stuðn-
ingsmanna gagnbyltingar Lenins.
En þeir urðu fyrir sömu vonbrigð-
unum og landsmenn í heild, eftir
því sem „rauða ógnin“ magnaðist-
A fundi, sem 15.000 sjóliðar og
verkamenn sóttu þ. 1. marz árið
1921, var að lokum samþykkt álykt-
un, þar sem stjórnin var fordæmd
og sakfelld: „Hin núverandi „sovét“
(ráð) eru ekki fulltrúi fyrir vilja
verkamanna og leiguliða," stóð í
ályktun þessari. Og síðan var far-
ið fram á „nýjar kosningar sam-
kvæmt leynilegri atkvæðagreiðslu“
í ályktuninni.
Fjórum dögum síðar mynduðu
sjóliðarnir nefnd, en flestir nefnd-
armanna voru kommúnistar. Nefnd
þessi náði yfirráðum bæjarins á
eyjunni, virkisins og skipa flot-
ans. Trotsky samþykkti ruddalega
yfirlýsingu um úrslitakosti, er var
samþykkt af Lenin, en í henni var
krafizt „skilyrðislausrar uppgjaf-
ar.“ Enn fremur var lýst yfir því
í yfirlýsingu þessari, að „uppreisn-
arseggirnir" yrðu að öðrum kosti
skotnir „líkt og akurhænur." Þeg-
ar nefndin neitaði að láta undan,
skipaði Trotsky Mikhail Tukhach-