Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 81
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS
79
bankamálum og utanríkisviðskipt-
um.
En þetta „blandaða efnahagskerfi“
tók samt að blómgast vegna áhrifa
„NEP“. Búðir, fullar af vörum,
spruttu upp sem gorkúlur við hverj a
borgargötu. Framleiðsla landbúnað-
arafurða óx nú svo mjög, að hún
fór fram úr öllu því, sem áður hafði
þekkzt í sögu Rússlands. Árið 1928
var svo komið, að svipað ástand
ríkti í efnahagsmálum og fyrir stríð.
En þá var Lenin dauður, Trotsky
hafði verið rekinn í útlegð, og Stalín
var orðinn einvaldur alls Rússlands.
Stalin kaus að hinda endi á
„NEP“, og nú var hvarvetna tekin
upp ríkiseinokun. Síðan birti hann
5 ára áætlunina (1928—1932) um
geysilega iðnvæðingu og samyrkju-
búskap í landbúnaði. Og enn á ný
var þjóðin rekin út í alveg ótrú-
lega eymd. Nú hófst þj áningatíma-
bil að nýju.
Engin önnur efnahagsleg fram-
kvæmd í gervallri sögunni hefur
verið auglýst eins ofboðslega, gyllt
og ranglega metin eins og fyrsta
fimm ára áætlun Stalíns. í sinni
upprunalegu mynd tók áætlunin til
sérhvers þáttar í lífi þjóðarinnar.
Samkvæmt henni var lofað mikl-
um framförum í framleiðslu neyzlu-
varnings, matvæla og húsnæðis. Á-
ætlunarstofnunin „Gosplan" gaf út
ýtarlegar lýsingar á væntanlegum
lífskjarabótum. Kaupmáttur sovézks
gjaldeyris átti að vaxa um 20%,
raunveruleg laun um 66%, og fram-
færslukostnaðurinn átti að lækka
um 14%.
Hvað varð um þessi loforð? Ræða,
sem Stalín hélt og birt var opin-
berlega í júlí árið 1931, var í heild
hræðileg ákæra. Hann kvartaði yfir
því, að í flestum fyrirtækjum yfir-
gæfu verkamenn störf sín til þess
„að leita gæfunnar“ annars staðar.
Margar framleiðsluáætlanir, sem
var álitið, að staðizt hefðu eða
farið hefði verið fram úr, voru enn
aðeins til „á pappírnum" samkvæmt
yfirlýsingu hans. Slík var sú mynd,
sem dregin var upp, þegar eftir
voru aðeins 18 mánuðir af árunum
fimm, sem áætlunin tók til. Og
samt lýsti Stalín yfir því í janúar
1933, að framleiðslan hefði numið
93.7% af magni því, sem áætlunin
gerði ráð fyrir.
I rauninni tókst að framkvæma
margt í áætlun þessari. Og jafnvel
þar var langt því frá, að uppruna-
legu marki hefði verið náð. Reist-
ur var fjöldi nýrra verksmiðja og
risavaxinna iðjuvera. Nú voru olíu-
leiðslur orðnar tvöfaldar að lengd
miðað við árið 1928, og nú hafði
risið upp net aflstöðva, sem fram-
leiddu ferfalda þá orku, sem fram-
leidd hafði verið í Rússlandi fyrir
stríð.
En myndin varð ömurlegri, þeg-
ar litið var á gæði framleiðslunnar.
Lagðar höfðu verið nýjar járnbraut-
ar línur, en mesta ringulreið ríkti
samt í flutningakerfinu, og mynd-
uðust stöðugt hnútar, er virtust
óleysanlegir. Hvað alls konar bygg-
ingarstarfsemi snerti, varð að
reikna með 50% í annan kostnað
en efni og vinnulaun, þ. e. yfirstjórn
og ýmsan annan slíkan reksturs-
kostnað. Eyðilegging hráefna fór
fram úr öllu því sem skapendur á-
ætlunarinnar höfðu gert ráð fyrir.