Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 83

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 83
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS 81 um árum. Fangabúðum hafði auð- vitað verið komið á laggirnar þeg- ar er Lenin stjórnaði. En fanga- búðakerfið náði fullum blóma, með- an á framkvæmd áætlunarinnar stóð. Sovézkir embættismenn reiðast því mjög, þegar talað er um fólkið í fangabúðunum sem „þræla“, en nafngift þessi er í rauninni ekki nógu sterk, þegar raunveruleik- inn er athugaður. Fyrr á tímum höfðu þrælar sitt visa verðmæti í reiðufé, hvort sem það var í Róma- borg hinna fornu Rómverja eða í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Og því voru þeir fæddir og klæddir og verndaðir gegn ofsahitum og kuld- um. Oft lifðu þrælarnir einhvers konar fjölskyldulífi og eignuðust börn og ólu þau upp. Nauðungar- verkamennirnir í Sovétríkjunum urðu aftur á móti að þola stöðugt hungur, helkulda og sjúkdóma. Þeir voru bæði þrælar og fangar í senn, og þeir voru bókstaflega þrælkaðir í hel. Það var ódýrara að láta ný fórnardýr koma í þeirra stað en að halda í þeim lífinu. Það var hugsanlegt, að næstum því hver sem var gæti lent í fanga- búðum í Síberíu, norður í heim- skautahéruðunum, hvar sem þörf var fyrir ólaunað vinnuafl. Nú kom til framkvæmda „fimm ára áætlun um afnám trúarbragða". Prestar og forstöðumenn safnaða og trúar- félaga kristinna manna, Gyðinga og múhameðstrúarmanna fylltu brátt allar fangabúðir. Meðan „NEP“- efnahagsskipanin var við lýði, hafði einkarekstur verið löglegur. Nú varð hann að glæp. Hann höfðu mörg hundruð þúsundir manna stundað. Var þar um að ræða smá- kaupmenn og handiðnaðarmenn, sem veittu nokkrum aðstoðarmönn- um starf. Allar eignir voru nú tekn- ar af fólki þessu, það rekið burt frá heimilum sínum og oft sent rak- leitt í fangabúðir. „Byvshiye“, sem þýðir bókstaf- lega „fyrrverandi fólk“, bættist nú við hina nýju flokka manna sem flokkaðir voru sem glæpa- menn samkvæmt úrskurði. Var þar um að ræða þá, sem verið höfðu kaupsýslumenn eða einhvers- konar atvinnurekendur fyrir bylt- inguna. Þeir voru nú reknir burt frá heimilum'sínum. Þeim var neit- að um matarskömmtunarmiða, Þeir fengu aðeins störf sem ólærðir verkamenn eða þeir voru bara sett- ir á guð og gaddinn til þess eins að draga fram lífið með betli og deyja. Börnum byvshiye var jafnvei neitað um mat og skólavist, þótt þau væru fædd eftir byltinguna. Þjóðfélagslegt upphaf varð nú þyngst á metunum, þegar sótt var um atvinnu, inngöngu í kommún- istaflokkinn eða skólavist. Nú skipti það mestu máli, hverjir foreldrarn- ir voru. Þar var jafnvel um líf eða dauða að tefla. Ríkið hafði geysilega þörf fyrir kunnáttu- og menntafólk í iðnað- inum, en þrátt fyrir þá staðreynd voru nú hafnar miskunnarlausar of- sóknir gegn hinni svokölluðu menntastétt. Verkfræðingar, tækni- fræðingar og efnafræðingar voru í sérstaklega mikilli hættu staddir samkvæmt þeirri kenningu, að þeir kynnu að kunna meira fyrir sér í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.