Úrval - 01.02.1968, Side 85

Úrval - 01.02.1968, Side 85
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS 83 stoínun samyrkjubúskaparins hefði krafizt flejri mannslífa en síðari heimsstyrjaldin. Morðsjúkir menn gorta af tolu morða sinna. GPU tók við af Cheka, og síðan tók NKVD við af GPU, og síðan MVD, sem nú gengur undir nafn- inu KGB. Þetta eru allt ný nöfn fyrir sömu leynilögregiuna. Hann var að vísu að ýkja, en þó ekki neitt að ráði. Þann 27. desember árið 1929 birti Stalín þetta vígorð: „Uppræting kúlakanna sem stéttar“. Kúlaki (það þýðir bóksaflega ,,hnefi“) þýddi upphaflega vel stæður bóndi. Stalín kom fram með nýja skil- greiningu á orði þessu og lét það gilda fyrir hvern þann, sem átti meira en tvær kýr eða jafnvirði þeirra. í rauninni var nafngift þessi gerð enn víðtækari og látin ná til hvers þess smábónda, sem vildi halda fast í sinn eigin landskika. í vígorði þessu var fólgin ákveð- in skipun um að ganga milli bols og höfuðs á milljónum manna, kvenna og barna og dreifa þeim út um allar trissur eins fljótt og auðið væri, til þess að annað bænda fólk gæti komið auga á kostina við að afhenda samyrkjubúum býli sín, dýr og landbúnaðartæki. Þetta hleypti af stað slíku æði, að 65 dögum síðar var vígorð þetta lagt niður. En þá hafði það þegar vald- ið hræðilegu tjóni, sem var óaftur- kallanlegt. Það var sem helvíti hefði opnað hlið sín upp á gátt í 70.000 þorpum. Að minnsta kosti milljón fjölskyld- ur voru sviptar öllu, sem þær áttu, reknar af alvopnuðu liði inn í naut- gripavagna og þeim síðan kastað út úr þeim nokkrum vikum síðar norður í hinum freðnu skógum norðurslóða eða inni á eyðimörk- um Mið-Asíu. Þúsundir dóu af kulda, sulti og sjúkdómum í flutn- ingunum sjálfum, og enginn þorði að gizka á tölu hinna látnu í óbyggðum þeim, sem mannverum þessum var dreift um. Blindaðir af reiðiofsa vopnuðust þorpsbúar nú heykvíslum og lurk- um og reyndu að verja sig. Rauði herinn og GPU-leynilögreglan voru stöðugt köiluð úti til þess að bæla niður uppþot. Fjölskyldur kveiktu í eigin heimilum og hlöðum. Ávaxtabændur rifu tré sín upp með rótum. Embættismenn á samyrkju- búunum voru hræddir við að hætta sér út eftir að dimma tók, en samt voru hundruð þeirra myrtir þrátt fyrir alla þeirra varúð. Furðulegasta tegund skemmda- verkanna var þó slátrun milljóna dýra. Þar voru að verki eigend- urnir sjálfir, sem slátruðu skepn- um sínum. Árið 1929 hafði þegar verið bætt fyrir tjón það, sem orð- ið hafði í landbúnaðinum í bylting- unni, og jafnvel ríflega það. En nú drápu smábændurnir fremur skepn- ur sínar heldur en að afhenda þær ríkinu. Svo fór, að komið var á dauðarefsingu fyrir slíkt til þess að stöðva þessa ögrun: eitt manns- líf fyrir líf eins svíns eða einnar. geitar. Þegar framkvæmd fimm ára áætlunarinnar var lokið, hafði landið misst helming allra naut- gripa og hesta, tvo þriðju hluta af öllum kindum og geitum og tvo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.