Úrval - 01.02.1968, Síða 87

Úrval - 01.02.1968, Síða 87
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS 85 fyrsta flokks vöru, heldur fremur „leðju, ís, snjó og óþreskta stöngla", svo að viðhöfð séu orð Khrushchevs. Árið 1961 bar Khrushchev fram þá ásökun á hendur íbúum Úkra- ínu, en þaðan er hann einmitt upp- runninn, að mikið sé um þjófnaði í landbúnaðinum, og voru orð hans ekki sérstaklega mild, heldur hljóð- uðu þau þannig: „Helmingi maís þess, sem ræktaður er, er stolið þar sem hann stendur ósleginn á ökr- unum“. Flokksembættismenn hafa orðið að vopna „framkvæmdasveit- ir“ í mörgum þorpum til þess að verja akrana jafnt að degi sem nóttu, og víða er leitað á landbiin- aðarverkamönnunum, þegar þeir fara heim til sín af ökrunum á kvöldin. Sömu mistökin hafa endurtekið sig í landbúnaðinum um gervallan hinn kommúniska heim, í Austur- Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Ung- verjaiandi og Kína. Áætlanirnar hafa brugðizt. (í þeim tveim lönd- um, þar sem bændunum var leyft að yfirgefa samyrkjubúin, þ.e. í Júgóslavíu og Póllandi, má segja, að það hafi næstum verið um alls- herjar brottför að ræða, og land- búnaðarframleiðslan jókst sam- stundis). En furðulegustu andstæð- urnar getur að líta í Rússlandi sjálfu. Það má segja, að þar sé um eins konar rannsóknarstofutilraun að ræða, þar sem prófaður er kraft- ur og orka einkareksturs í land- búnaði annars vegar og samyrkju- búskap hins vegar. Stalín neyddist til þess að láta undan hvað eitt atriði snerti: Hann leyfði bændunum á samyrkjubú- unum að eiga eina kú og nokkrar aðrar skepnur og veitti þeim rétt til þess að rækta smáskika nálægt heimilum sínum til eigin þarfa (% úr ekru að meðaltali), enn fremur að selja afurðirnar, sem þannig fengust, á frjálsum markaði. Þetta var aðeins hugsað sem bráðabirgða- úrbót til þess að blíðka bændurna ofurlítið. En við þessa breytingu jókst landbúnaðarframleiðslan svo stórkostlega, að þessu fyrirkomu- lagi hefur verið haldið áfram æ síðan. Þessir einkaskikar, sem nema að- eins 3% af öllu akurlendi Sovét- ríkjanna, gefa af sér furðu mikið, og er þar stuðzt við tölur þær, sem stjórnin sjálf hefur birt. Þetta eru tölurnar fyrir 1966: 30% af allri brúttóuppskeru Sovétríkjanna annarri en korni, 60% allrar kar- töfluuppskerunnar, 40% grænmet- isuppskerunnar og mjólkurfram- leiðslunnar og 68% kjötframleiðsl- unnar. En samt er samyrkjubúskapur- inn enn þá heilagt fyrirbæri í áætl- anagerð Sovétstjórnarinnar, og skortur á landbúnaðarvörum og vandræði í landbúnaðinum virðist vera orðið varanlegt fyrirbrigði. Eina mögulega lausnin væri sú að hefja aftur einhvers konar einka- rekstur í stórum stíl í landbúnað- inum. En leiðtogarnir þora ekki að leyfa slíkt. Þeir vita, að einræðis- kennt stjórnmálalíf og iðnaður rekinn á einræðisgrundvelli fengi ekki staðizt við hlið frjáls land- búnaðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.