Úrval - 01.02.1968, Page 91
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS
89
100.000 mismunandi byggingafram-
kvæmdir, áður en þeim var lokið.
Hinn þekkti sovézki fræðimaður,
prófessor Abel Aganbeygyan, sem
er Armeníumaður, gaf svohljóðandi
yfirlýsingu í fyrirlestri, sem hann
hélt við Moskvuháskóla árið 1965:
„Síðustu 6 árin hefur vaxtaraukn-
ing efnahags okkar minnkað inn
tvo þriðju hluta eða þar um bil,
vaxtaraukning í landbúnaðinum um
níu tíundu hluta og vaxtaraukning
vöruveltu um þrjá fjórðu hluta.
Það varð einnig mikill samdráttur,
hvað snertir aukningu raunveru-
legra tekna almennings.“
Og hann hélt áfram á þessa leið:
„Við höfum versta og fornfáleg-
asta framleiðslukerfi allra iðnþró-
unarþjóðanna. Síðustu tvö árin hef-
ur atvinnulausu fólki fjölgað, eink-
um í litlum og meðalstórum bæjum.
Þar er svo komið, að um 25—30%
vinnufærs fólks fær ekki vinnu.
í stórborgunum er þessi tala 8%.
Það hefur í rauninni ekki verið
um neinar lífskjarabætur að ræða
á undanförnum árum. 10 milljónir
manna hafa jafnvel orðið að taka
á sig lífskjaraskerðingu. Bygging-
ar- og húsnæðisáætlanir standast
aldrei. Þar vantar alltaf á. Tengsl-
in milli verðlags okkar og verðgildi
peninganna þjóna alls engum til-
gangi.“
Hér hefur raunveruleika hinnar
sovézku iðnvæðingar verið lýst í
stuttu máli.
En þótt mistekizt hafi á efna-
hagssviðinu, má sú staðreynd ekki
verða til þess að hylja aðra stað-
reynd, sem sé þá, að Sovétríkin
hafa komið sér upp risavaxinni
„hernaðarvél", Þjóðvarnir og
þungaiðnaður þeim til styrktar hafa
alltaf notið algerra sérréttinda.
Bezta tæknimenntaða fólkinu hef-
ur líka alltaf verið beint að verk-
efnum á sviði varnarmála, og þessi
staðreynd endurspeglast í hinum
miklu gæðum sovézkra flugvéla,
skriðdreka og flugskeyta. Sú stað-
reynd, að geysimiklu fjármagni
hefur verið beint til þess að auka
hernaðarstyrk Sovétríkjanna, er
jafnframt að miklu leyti skýring á
hinum stöðuga vanmætti, sem háir
sífellt öðrum rússneskum iðngrein-
um.
SULTARLAUN
En hvað um hinn virta verka-
mann, í hvers nafni hið kommún-
iska fyrirtæki var sett á laggirn-
ar? Spyrjið sovézkan launþega að
því, hvernig hann sé staddur, og
það er líklegt, að þetta verði svar
hans: „Luchii chom zavtra“ .....
„betur en á morgun“.
Meðallaun verksmiðju- og skrif-
stofufólks 1965—66 hafa verið
áætluð um 38 sterlingspund á mán-
uði. En tugir milljóna draga fram
lífið á hinum löglegu lágmarks-
launum, sem eru 16—18 sterlings-
pund á mánuði. Stærsti launþega-
hópurinn, landbúnaðarverkafólk
samyrkjubúanna, hefur að meðal-
tali minna en 16 sterlingspund á
mánuði.
En hvernig eru þessi laun svo í
rauninni, þegar litið er á þau verð,
sem neytandinn verður að greiða
fyrir ýmsar vörur? Kæliskápur af
meðalstærð kostar um 160 sterlings-
pund. Viðskiptavinurinn verður að