Úrval - 01.02.1968, Side 95
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS
93
hér eru andstæðurnar bara enn
meiri.
Æðstu embættismenn og for-
stjórar fá mörg hundruð rúblur í
laun á mánuði. Þeir verzla eins
og þá lystir og hvenær sem þá
lystir í sérstökum verzlunum, sem
eru troðfullar af þeim beztu rúss-
nesku vörum, sem til eru, auk inn-
flutts varnings. Nýtízku fjölbýlis-
hús fyrir nýju miðstéttina standa í
útjaðri viðbjóðslegra fátækrahverfa
í sovézkum borgum. íburðarmikil
sveitasetm-, er heita „dacha“ á rúss-
nesku, standa örskammt frá aum-
ustu hreysum.
Embættismennirnir eyða leyfum
sínum á glæstum sumardvalarstöð-
um, sem svolítill hópur iðnlærðra
verkamanna fær einnig aðgang að,
en þó aðeins sem laun fyrir alveg
sérstök afköst og afrek. Borðsal-
irnir í verksmiðjum og stofnunum
eru flokkaðir eftir þjóðfélagsstöðu.
Þeir eru fyrsta flokks fyrir þýð-
ingarmikla fólkið, en þriðja flokks
fyrir verkamennina. Það eru þrjú
farrými í járnbrautarlestunum,
eftir því hvað fólk hefur efni á að
borga. Beztu sjúkrahúsin eru að-
eins ætluð „bezta fólkinu".
Stéttlaust þjóðfélag ætti að veita
mönnum stjórnmálalegt, efnahags-
legt og þjóðfélagslegt jafnrétti. En
í Sovétríkjunum er hugmyndin um
jafnrétti bannfærð: „Þetta er bara
smáborgaraleg heimska, sem hæfir
frumstæðum hópi meinlætamanna,
en ekki sósíölsku þjóðfélagi, sem er
skipulagt samkvæmt kenningum
marxismans." Þetta eru orð Stalíns,
og þau lýsa hinum opinberu kenn-
ingum í Sovétríkjunum.
„Ný stétt eignamanna og arðráns-
manna,“ hefur sprottið upp, segir
höfundurinn Milovan Djilas í bók
sinni, „Hinni nýju stétt“, sem er
sígild skilgreining á kommúniskum
þjóðfélögum. (Djilas var varafor-
seti Júgóslavíu, áður en honum var
varpað í fangelsi fyrir bók þessa og
aðra gagnrýni á kommúnismanum).
Djilas segir, að það sé „sameignar-
réttur" þessarar nýju stéttar,
sem geri hana ólíka öllum öðrum
arðránsstéttum. Samkvæmt kom-
múniskum lögum eru allar eignir
skoðaðar sem eign þjóðarinnar og
þjóðfélagsins. En í raun og veru
„hefur einn hópur manna stjórn og
umsjón eigna þessara með hönd-
um á þann hátt, að það megi verða
þeim sjálfum til hagsbóta. Þetta
er stétt, sem hefur meira vald yfir
mönnum en nokkru sinni hefur áð-
ur þekkzt í gervallri mannkyns-
sögunni".
Innan þessarar nýju stéttar eru
auðvitað mörg og ólík valda og
hagnaðarstig. Mikill meirihluti
stéttarinnar eru stjórnarembættis-
menn og tæknisérfræðingar. Þeir
mynda að miklu leyti hinar nýju
miðstéttir. Þeir hafa þessa aðstöðu
annað hvort með sérstöku umboði
eða með þegjandi samþykki „hinn-
ar ríkjandi skrifstofustjórnar“ inn-
an flokks og ríkisstjórnar. Þetta eru
hinar útvöldu forréttindastéttir,
hinir svokölluðu apparatchiki, þeir,
sem stjórna valdabákninu, þ.e.
handhafar valdsins. Og því er þann-
ig farið með þessar forrétinda stétt-
ir í Sovétríkjunum sem hverjar
aðrar mjög valdamiklar stéttir hvar
og hvenær sem er, að þær sjá sjálf-