Úrval - 01.02.1968, Síða 95

Úrval - 01.02.1968, Síða 95
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS 93 hér eru andstæðurnar bara enn meiri. Æðstu embættismenn og for- stjórar fá mörg hundruð rúblur í laun á mánuði. Þeir verzla eins og þá lystir og hvenær sem þá lystir í sérstökum verzlunum, sem eru troðfullar af þeim beztu rúss- nesku vörum, sem til eru, auk inn- flutts varnings. Nýtízku fjölbýlis- hús fyrir nýju miðstéttina standa í útjaðri viðbjóðslegra fátækrahverfa í sovézkum borgum. íburðarmikil sveitasetm-, er heita „dacha“ á rúss- nesku, standa örskammt frá aum- ustu hreysum. Embættismennirnir eyða leyfum sínum á glæstum sumardvalarstöð- um, sem svolítill hópur iðnlærðra verkamanna fær einnig aðgang að, en þó aðeins sem laun fyrir alveg sérstök afköst og afrek. Borðsal- irnir í verksmiðjum og stofnunum eru flokkaðir eftir þjóðfélagsstöðu. Þeir eru fyrsta flokks fyrir þýð- ingarmikla fólkið, en þriðja flokks fyrir verkamennina. Það eru þrjú farrými í járnbrautarlestunum, eftir því hvað fólk hefur efni á að borga. Beztu sjúkrahúsin eru að- eins ætluð „bezta fólkinu". Stéttlaust þjóðfélag ætti að veita mönnum stjórnmálalegt, efnahags- legt og þjóðfélagslegt jafnrétti. En í Sovétríkjunum er hugmyndin um jafnrétti bannfærð: „Þetta er bara smáborgaraleg heimska, sem hæfir frumstæðum hópi meinlætamanna, en ekki sósíölsku þjóðfélagi, sem er skipulagt samkvæmt kenningum marxismans." Þetta eru orð Stalíns, og þau lýsa hinum opinberu kenn- ingum í Sovétríkjunum. „Ný stétt eignamanna og arðráns- manna,“ hefur sprottið upp, segir höfundurinn Milovan Djilas í bók sinni, „Hinni nýju stétt“, sem er sígild skilgreining á kommúniskum þjóðfélögum. (Djilas var varafor- seti Júgóslavíu, áður en honum var varpað í fangelsi fyrir bók þessa og aðra gagnrýni á kommúnismanum). Djilas segir, að það sé „sameignar- réttur" þessarar nýju stéttar, sem geri hana ólíka öllum öðrum arðránsstéttum. Samkvæmt kom- múniskum lögum eru allar eignir skoðaðar sem eign þjóðarinnar og þjóðfélagsins. En í raun og veru „hefur einn hópur manna stjórn og umsjón eigna þessara með hönd- um á þann hátt, að það megi verða þeim sjálfum til hagsbóta. Þetta er stétt, sem hefur meira vald yfir mönnum en nokkru sinni hefur áð- ur þekkzt í gervallri mannkyns- sögunni". Innan þessarar nýju stéttar eru auðvitað mörg og ólík valda og hagnaðarstig. Mikill meirihluti stéttarinnar eru stjórnarembættis- menn og tæknisérfræðingar. Þeir mynda að miklu leyti hinar nýju miðstéttir. Þeir hafa þessa aðstöðu annað hvort með sérstöku umboði eða með þegjandi samþykki „hinn- ar ríkjandi skrifstofustjórnar“ inn- an flokks og ríkisstjórnar. Þetta eru hinar útvöldu forréttindastéttir, hinir svokölluðu apparatchiki, þeir, sem stjórna valdabákninu, þ.e. handhafar valdsins. Og því er þann- ig farið með þessar forrétinda stétt- ir í Sovétríkjunum sem hverjar aðrar mjög valdamiklar stéttir hvar og hvenær sem er, að þær sjá sjálf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.