Úrval - 01.02.1968, Síða 96
94
URVAL
ar um að viðhalda þessari aðstöðu
sinni. Synir áhrifamikilla persóna
eiga greiðastan aðgang að mennt-
un og fá úrvalsstöðurnar á sviði
stjórnmála og efnahagsmála.
Hið raunverulega efnahagslega
bil milli lægstu þjóðfélagsstéttanna
og þeirra æðstu er ríkisleyndar-
mál, sem vel er varið til þess að
halda möglinu í skefjum. En stöðu-
tákn yfirstéttanna eru öllum aug-
sýnileg, einkahús í úthverfunum,
reist á opinberri landareign, sam-
vinnuíbúðir í fjölbýlishúsum í
borgunum og bifreiðir, en það er
algerlega vonlaust fyrir hinn fjöl-
menna múg að eignast nokkurn
tíma slíkar eignir.
Hvar er þá hinn „nýi Sovétmað-
ur“, sem átti að bygga hið stétt-
lausa þjóðfélag? Hann má finna í
lægstu djúpum , þjóðfélagsins, í
fangabúðunum og útlagahéruðun-
um, á meðal fátækustu landbúnað-
arverkamannanna og ólærðra
verkamanna, sem búa við visst jafn-
rétti, þess háttar jafnrétti, sem
Dostoevsky lýsti eitt sinn á þenn-
an hátt í bók sinni „Hinum djöful-
óða“: „Allir eru þrælar og jafnir í
þrælkun sinni. Þrælar hljóta allir
að vera jafningjar.‘“
STÖÐUG
BORGARASTYRJÖLD
„Það ríkir fullkomið samræmi
milli stjórnendanna og þeirra, sem
stjórnað er. Rússar mögla gjarnan.
Gerum við það ekki öll? En þeir
styðja ríkisstjórn sína, líkt og við
styðjum okkar stjórn. Þeir sýna
henni geysilega hollustu."
Þannig hljóða frásagnir vest-
rænna skemmtiferðamanna, sem
eru nýkomnir heim úr ferðalögum
til Sovétríkjanna. Á yfirstandandi
áratug hefur hið kyrra yfirborð
mjög mikil áhrif á hinn venjulega
ferðamann, sem kemur í skyndi-
heimsókn til Sovétríkjanna, án þess
að gera sér grein fyrir því, að það
er verið að beita hann snilldarleg-
um blekkingum.
„Gerð hefur verið ýtarleg áætl-
un um móttökukerfi fyrir erlenda
skemmtiferðamenn.“ Þannig skrifar
Yury Krotkov, sovézkur rithöfund-
ur, sem flúði til Vesturlanda árið
1964. „Leiðirnar og ferðirnar, sem
valdar eru, gistihúsin, flutningarn-
ir, túlkarnir, allt kerfið miðar að-
eins að einu, þ.e. að sýna á sem
áhrifaríkastan hátt sigra hins sós-
íalska kerfis. Yfirleitt er allt saman
undirbúið og æft fyrir fram, stund-
um á svo snilldarlegan hátt, að
skemmtiferðamanninum gæti virzt
sem hann gerði það eitt, sem hon-
um sýndist, án þess að um sé að
ræða nokkrar tilraunir til þess að
hafa áhrif á hann.“
Vissulega hafa sovézku leiðtog-
arnir ekki sömu skoðun á ástand-
inu í Sovétríkjunum og margir
skemmtiferðarmennirnir, sem álíta
ríkja þar ró og spekt. Hví skyldu
leiðtogarnir annars halda uppi kerfi
stj órnmálalegs eftirlits með hjálp
lögreglu, kerfi, sem aldrei hefur átt
sinn líka, hvað stærð og harðýgði
snertir? Hví skyldu þeir þá vera
að hafa fyrir því að umgirða land
sitt með gaddavír og veifa dauða-
dómum framan í borgarana til þess
að aftra hinum trúu og tryggu borg-
urum frá að flýja? (Yfir 10 milljón-