Úrval - 01.02.1968, Page 101

Úrval - 01.02.1968, Page 101
PARADÍSARMISSIR VERKALÝÐSINS 99 fræðinga en nokkru sinni fyrr. Þrátt fjrrir allt yfirskin um „frið“ og „frið- samlegt sambýli" exu Sovétríkin ákveðin í að þenja enn út þetta heimsveldi sitt, sem nú er þegar orðið stærsta heimsveldi veraldar. ÓHJÁKVÆMILEG VANDRÆÐI. „Á yfirborðinu er allt friðsam- legt og hnökralaust, en niðri í djúp- unum ólga nýjar hugsanir, nýjar hugmyndir, og komandi stormsveip- ir eru að sækja í sig veðrið.“ Þessi tilvitnun er úr bók Djilas „Hinni nýju stétt“, og hún kann að fela í sér spádóm um komandi tíma, því að sovézkur kommúnismi er umlukinn erfiðum vandamálum á alla vegu. Það hafa komið fram margar ögranir gegn stjórn Sovét- ríkjanna á hinni alþjóðlegu hreyf- ingu kommúnismans. í hinu ólgandi Kína hefur Mao Tse-tung hafið byltingu ásamt sínum rauðu varð- liðum gegn öllum þeim öflum í kínverska kommúnistaflokknum, sem styðja Sovétríkin og samvinnu við þau. Einræðisherrarnir í sum- um Austur-Evrópuríkjunum viðra sig upp við þjóðir sínar með alls kyns ögrunum gegn Kremlstjórn- inni. En sú þróun, sem er táknrænust og markverðust, lýsir sér samt ekki í vaxandi deilum innan kommún- istaflokkanna né baráttunni um for- yztuna í hinum kommúniska heimi, heldur í hinu nýunna hugrekki og sjálfsvirðingu hinna sovézku þjóða. Þær sýna Kremlstjórninni ekki lengur eins mikla lotningu og áð- ur. Það eru komnar rifur á hinn leyndardómslega hjúp, sem hún hef- ur íklæðzt, og hinar gömlu hótanir virðast ekki hafa sama áhrifamátt og áður. Nú streyma lesendabréf til sovézku dagblaðanna, og eru sum þeirra jafnvel undirrituð. Og í bréf- um þessum eru bornar fram spurn- ingar og einnig kvartanir. Þegar flokksþingið kom saman árið 1966, undirrituðu ýmsir vís- inda- og menningarleiðtogar í Sov- étríkjunum ávarp, þar sem Brezh- nev og Kosygin voru varaðir við því, að Stalín verði veitt „uppreisn æru“, en slíkt hafa margir óttast. Þessi ögrandi andspyrna er ekki ný af nálinni. Hún hefur verið fyr- ir hendi þá hálfu öld, sem komm- únisminn hefur ríkt. En það er aft- ur á móti ný þróun, að nú fer það sífellt í vöxt, að andspyrna þessi sé opinber. Tveir rithöfundar, þeir Andrei Sinyavsky og Yuli Daniel, voru dæmdir í þrælkunarvinnu, eftir að hafa leyft, að bækur þeirra yrðu gefnar út erlendis, en þær mátti ekki gefa út í Rússlandi. Dómur þessi átti að verða öðrum aðvörun, en hann hefur samt ekki reynzt verða fær um að hræða menn. í áskorunarskjali hafa 63 rithöfund- ar í Moskvu og Leningrad hvatt flokkinn til þess að fá rithöfunda þessa látna lausa. Einn af kennur- um Moskvuháskóla, sem komið hafði fram sem vitni til varnar höfundunum við réttarhöldin, missti stöðu sína fyrir vikið, en 18 af samkennurum hans báru þá fram mótmæli. Prófessor við sama há- skóla, sem skrifaði undir ávarp, þar sem þeir Sinyavsky og Daniel voru ákærðir, var spurðir að því af nem-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.