Úrval - 01.02.1968, Page 105

Úrval - 01.02.1968, Page 105
HVERSU ÖRUGG ER PILLAN? 103 ekki fært á skýrslur af öðrum or- sökum. Slíkar sögur valda almenningi skaða með því að gefa í skyn að ekki sé fylgzt nægjanlega vel með afleiðingum þeim, sem pillurnar geti haft. Staðreyndirnar eru þær að það er stöðugt og látlaust fylgzt með verkunum taflanna. Mjög umfangs- miklar rannsóknir sýna, að árlega eru það ekki nema 53 konur á frjó- semisaldri af 100 þús. þeirra sem töflurnar nota (af þeim eru átta gerðir), sem fá þennan sjúkdóm, blóðkökk í æð, en hins vegar er talið að sjúkdómstilfelli af þessu tagi með konum almennt séu um það bil 200 af 100 þús. árlega. Þessi rannsókn var gerð í Banda- ríkjunum. Önnur nýleg rannsókn var gerð í Bretlandi og þar fundust fjögur tilfelli meðal 1200 kvenna, en það kom í ljós að þar reyndust þessi tilfelli koma fyrir 3 eða 4 kon- ur af hverjum þúsund. Hér er alltaf átt við konur, sem ekki eru ófrískar. Yfirleitt virðist, sem hér sé um svo sjaldgæf tilfelli að ræða, að í samanburði við ýmsar hættur sem að hinni ófrísku konu steðja, sé þessi hætta meðal kvenna, sem ekki eru barnshafandi ekki teljandi. Það er það sama að segja um þær sögur, sem ganga um það, að töflurnar valdi krabbameini. Það hefur ekkert komið í ljós, við ýtar- legar rannsóknir sem bendi til þessa. Dr. Gregory Pincus, líffræðingur í Massachusetts, sem hafði umsjón með rannsóknum í sambandi við notkun fyrstu taflanna, sem komu á markaðinn, hefur sagt að hjá þeim 1300 konum, sem fylgzt hafi verið með um ellefu ára skeið, hafi ekki fundizt nein merki þess, að töflurnar hafi valdið þeim skaða af nokkru tagi. Tafian er 100% örugg getnaðar- vörn, ef hún er notuð rétt, og þegar konan kýs að verða ófrísk, hættir hún að nota töfluna og verður þá venjulega ófrísk að tveimur til þremur mánuðum liðnum. Þrátt fyrir þetta er það rétt, að konur ættu ekki að nota þessar töflur, nema undir umsjón læknis. Þær eru búnar til af svo sterkum hormónum að þær hindra frjóvgun, og það er svo með öll slík meðul, að þau geta haft einhverjar auka- verkanir hjá einstaka konum. Undir einstaka kringumstæðum halda læknar, t. d., að töflurnar geti valdið lifrarsjúkdómi eða flýtt fyr- ir honum. Það er því hlutverk læknisins að ganga úr skugga um og ákveða, hvort kona sú, sem bið- ur um töflur til varnar getnaði, er heilbrigð fyrir, áður en hann skrif- ar reseptið. Meginatriðið sem ástæða er til að leggja áherzlu á, er það, að það stöðugt fylgzt með þessum töflum og verkunum þeirra, bæði góðum og illum. Meðal kosta þeirra, sem fundizt hafa, er sá kostur, að þær virðast stilla blæðingar og gera þær sársaukaminni og reglulegri, og einnig draga þær úr ýmsum kvill- um, sem fylgja fimmtugsaldri kon- unnar. Það er ekkert óeðlilegt við það að ýmsar konur vilja ekki nota töfl- ur og sumar geta það ekki, sem fyrr segir, enda eru til fjölmargar aðrar getnaðarvarnir, sem stöðugt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.