Úrval - 01.02.1968, Side 106
104
ÚRVAL
er verið að endurbæta. það eru
til dæmis, lykkjurnar, spíralarnir
og hringirnir, sem nú er farið að
búa til úr plasti og reynast miklu
þægilegri, en meðan þessi tæki voru
búin til úr málmi. Það er erfitt fyr-
ir konur, sem ekki hafa átt börn
að hemja þessi tæki á réttum stað,
en talið er að þau hæfi 75% þeirra
kvenna, sem nota slík tæki. Þeim
fylgir sá kostur, að eftir að þeim
hefur verið komið fyrir þarf ekki
meira um málið að hugsa. Þrátt
fyrir það er nauðsynlegt að fylgj-
ast með, hvort tækin valda ein-
hverjum ertingi eða, bólgum og
einnig að þau sitji rétt.
Það geta alltaf fylgt einhverjir
annmarkar, jafnvel þeim getnaðar-
vörnum, sem fullkomnastar eru
taldar, þess vegna vilja læknar ó-
gjarnan að fólk skipti um, ef því
hefur reynzt einhver vörn vel. Leg-
hringurinn, gúmmíverja karlmann-
anna og sæðisdrepandi froða eru
gamlar og þrautreyndar aðferðir við
getnaðarvarnir og notaðar enn þann
dag í dag af fjölda fólks. Bæði
gúmmíverjur karla og froðuna er
hægt að fá án lælcnis lyfseðils. Ein
sú aðferðin, sem lengi hefur verið
notuð en þykir ekki örugg, er sú
að fylgjast með þeim dögum, sero
egglos fer fram og telja frjósemis
dagana frá þeim tíma. Aðferðin er
ekki örugg og verður aldrei örugg,
vegna þess, hvað lítið þarf til að
tímalengd breytist milli blæðinga.
NÝJUSTU RANNSÓKNIR.
Vísindamenn halda ákaft áfram
rannsóknum og leit að getnaðar-
vörnum, sem séu þægilegri í notk-
un, en þær sem enn eru þekktar og
jafnframt ódýrari og auðveldara að
framleiða mikið magn af þeim.
Taflan, sem tekin er daginn eftir,
hefur þegar reynzt árangursrík, og
verið reynd á 100 konum við Yale
háskólann. Þessi tafla er framleidd
úr kvenhormónum svo sterkum, að
taflan hindrar getnað eftir að
frjóvgun hefur farið fram.
Lyf, sem gefið er inn með sprautu,
á þriggja mánaða fresti hefur reynzt
mjög vel, en tilraunir eru gerðar
með það við Kaliforníu háskólann
í Los Angeles. Þessi getnaðarvörn er
helzt fyrir þær konur, sem hafa
þegar átt öll þau börn, sem þær
ætla sér að eiga, því að það tekur
6 til 14 mánuði að konan verði frjó
aftur, eftir að hafa fengið þessa
inngjöf.
Annað lyf er þegar fundið og ei
það gefið á 28 daga fresti. Einnig
er til tafla, sem tekin er einu sinni
í mánuði. Tilraunir eru enn gerðar
með töflu, sem hindri getnað um
margra ára skeið, jafnvel áratugi.
Þessi tafla er látinn undir húðina
og þar á hún að framleiða hormóna,
sem hindra getnað, og væri þá ekki
gert, fyrr en konan hefði átt það af
börnum, sem hún kysi sjálf að eiga.
Annars er hægt að fjarlæga töfiuna
og getur konan þá frjóvgast aftur.
Vísindamenn glíma mjög við að
finna upp hormón, sem geri allar
konur ófrjóar, en um leið annar
hormón, sem gæti gert þær frjóar,
hvenær, sem þær óskuðu þess. Þá
væri dæminu alveg snúið við.