Úrval - 01.02.1968, Síða 108
106
ÚRVAL
fyrir smáatriðum. Hann gæddi allar
sögupersónur sínar einhverjum
skammti af raunveruleika. í Robin-
son Kruso tókst honum að komast
inn úr yfirborðinu og leggja hverri
sögupersónu eitthvað trúlegt í
munn. Alexander Pope hefur skrif-
að:
„Það er eitthvað gott í öllu, sem
hann hefur skrifað."
Defoe dó öreigi, enda þótt mikil
auðævi færu um hendur hans.
í augum flestra lesenda, hvort,
sem þeir eru ungir eða gamlir, má
segja, að hin raunverulega saga
byrji á þeirri stundu, sem Robin-
son, sem einn komst lífs af úr skip-
broti, klifrar í ofboði á land á eyju
einni, sem verður síðan heimur
hans um tuttugu og átta ára skeið.
Upp frá þeirri stundu deilir lesand-
inn öllum áhyggjum með honum,
ævintýrum hans og æsandi augna-
blikum, þegar hann er að bjarga
einu og öðru af þeim miklu verð-
mætum, sem í flakinu voru. Les-
andinn deilir einnig með honum
tilfinningum hans og innstu hugs-
unum, ótta, vonum, sálarstríði, ör-
væntingu og þrotlausri baráttu hans
við einmanaleikann og náttúruöfl-
in, og sigrum hans á öllum erfið-
leikum og hættum .... og að lok-
um fylgir lesandinn honum til
strandar þegar hann bjargast.
Útlitið er ekki bjart, þegar hann
stígur á land. Robinson hefur ekk-
ert nema hnífkuta, tóbakspípu og
lítið eitt af tóbaki. Hann syndir út
að flakinu og tekur að birgja sig
upp af öllu því, sem hann taldi að
kæmi sér að notum. Hann byggir
sér fleka og birgir hann fyrst af
matvælum — brauði, hrísgrjónum,
hollenzkum osti, geitakjöti og korni.
Hann hirðir einnig dálítið af víni
úr birgðum skipstjórans, síðan safn-
ar hann saman fötum og verkfær-
um, og ályktar réttilega að verk-
færakista smiðsins sé sér meira
virði en gull. Þegar hann hefur
gert þetta tekur hann til að birgja
sig upp af skotfærum.
Þegar hann kemur til lands, eftir
að hafa starfað að þesu klifrar hann
upp á hæð eina til að fá yfirsýn
yfir umráðasvæði sitt og sér þá að
eyjan er óbyggð. Aðra nótt sína á
eyjunni býr hann sér til skýli úr
kistum sínum og varningi.
Hann fer hverja ferðina af ann-
arri til skipsflaksins og bætir sí-
fellt við birgðir sínar einu og öðru
nýtilegu — nöglum, púðri og skot-
um, segldúk, skærum, kortum, köðl-
um, járngrindum, hnífum, göfflum,
rakhnífum, vírum og mörgu fleiru
og var þetta hið herlegasta sam-
safn.
Næsta viðfangsefni hans er að
reisa sér tjald fyrir framan lítinn
hellismuna. Hann rekur niður í
hálfhring framan við tjaldið tvö-
falda röð af oddmjóum staurum, en
innan þesarar girðingar rekur hann
niður fleiri staura, sem hann sreng-
ir víra á. Af mikilli elju ber hann
allan sinn kost og varning inn í
þetta skýli. Innan þessa „vígis”,
finnst honum hann geta gengið til
svefns öruggur um líf sitt.
Smám saman og af mikilli iðju-
semi stækkar hann hellinn og notar
uppgröftinn til að hlaða grasflöt
fyrir framan hellismunnann. Þegar