Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 5
1 2. hefti
27. árgangur
Desember
1968
Úrval
lslenzk heimsþekking
á fyrri öldum
Eftir ÞORSTEIN GUÐJÓNSSON - Áður flutt í Ríkisútvarpinu
Almennasta og einfald-
asta skoðunin um
WsjsffiÆ heimsfræði hefur verið
rylM sú, að til séu tvær
heimsmyndir. Annars-
ars vegar sú sem standi í biblíunni
og sé á þá leið, að jörðin sé flöt
og standi kyrr, hins vegar sú, sem
byggð sé á skynsamlegu viti þannig
að jörðin sé hnöttur sem svífi hinn
viða geim og sé furðulega gömul
að aldatali. Því verður ekki neitað,
að lengi var það töluvert harðsótt
að fá tekinn til greina hinn nýja
heimsskilning, og margir halda því
enn fram, að hugmyndakerfi guð-
fræðinnar sé aðeins hluti af hinni
óþroskuðu heimsskoðun sem taldi
jörðina flata og himininn hvelfingu
eða festingu. En hvað sem því líð-
ur getur verið fróðlegt að virða
fyrir sér hugmyndir fyrri tíma
manna um heiminn, og geta þeir
sem vilja rétta hlut biblíunnar þá
bent á það, að hún er svo sem ekki
ein um hina frumstæðu heims-
mynd, heldur eru hvaða trúarbrögð
sem er henni bundin. Má þar einn-
ig nefna hin fornu íslenzku og nor-
rænu trúarbrögð, sem lengi ríktu í
Norðurevrópu, og Snorri Sturluson
hefur manna bezt kunnað frá að
segja.
Ég las fyrir nokkrum árum bók
eftir mann, sem ekki vildi fallast
á heimsskilning Brúnós, þ.e. hinn
vísindalega skilning, ekki fyrir það
að hann rækist á biblíuna, heldur
3