Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 78
76
URVAL
verulega úr framlaginu til styrj-
aldarrekstursins.
Kona Gandhis, sem tekið hafði
þátt í erfiðleikum hans í mörg ár,
lézt í fangelsi árið 1944. Árið eftir
kom Verkamannastjórnin til valda
í Englandi og sendi þá nefnd hátt-
settra manna til Indlands, til þess
að semja drög að stjórnarskrá fyr-
ir landið. Gandhi fagnaði komu
nefndarinnar og taldi hana starfa
af heíðarleika og einlægni. Hinn
27. febrúar 1947 lýsti brezka stjórn-
in því yfir, að hún ætlaði að yfir-
gefa Indland.
Meðan breytingin á stjórn lands-
ins stóð yfir, ferðaðist Gandhi um
óeirðarsvæðin og hvatti menn til að
sýna friðarvilja og stillingu. Hann
lifði það að sjá hina miklu hugsjón
sína um frjálst Indland rætast, en
hann harmaði hina vaxandi óvild
milli Hindúa og Múhameðstrúar-
manna. Þegar hann var sjötíu og
níu ára gamall, fastaði hann í fimm
daga til þess að reyna að hafa áhrif
í friðarátt. Þegar föstunni lauk var
almennur fögnuður meðal lands-
fólksins, en fögnuðurinn snerist upp
í hræðilega sorg, þegar ofstækis-
fullur Hindúi skaut Gandhi til
bana 30. janúar 1948, er hann var
á leið til bænasamkomu.
Þannig batt ofstæki endi á líf
þess manns, sem hafði varið öllum
kröftum sínum til þess að berjast
gegn hverskonar ofbeldi í mann-
legum samslciptum, og heimurinn
var sviptur vitrum og göfugum
manni, sem hafði heillarík áhrif á
hina miklu þjóð sína, áhrif, sem
munu halda áfram að bera ávöxt
löngu eftir að þeir, er sverði beita
munu hafa farizt fyrir sverði.
Þegar geimferðir verða algengar, munu samt sum okkar ekki hafa
efni á sumarleyfi nema á dimma hluta tunglsins.
Earl Wilson.
Enginn er læs i raun og veru, sem getur ekki lesið sitt eigið hjarta.
Eric Hoffer.
Hlerað á förnum vegi í byrjun sumarleyfanna:
„Ég ætla á sama stað og ég fór á í fyrra .... í bankann til þess
að fá lán.“
Eiginmaður segir við konuna sína: „Eigum við ekki að fara á ein-
hvern stað, sem við höíum ekki komið á núna lengi? Hvað segirðu
þá um að fara heim?“
Póstkort frá sjúklingi til sállæknisins:
„Ég skemmti mér alveg dásamlega hérna. Hvers vegna?"