Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 45

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 45
LAUSN Á GULLKREPPUNNI 43 sem er miðstöð allrar gullverzlunar. Var nú gerð samþykkt um það 17. marz, að engin þessara aðalþanka skyldu selja af gullbirgðum sínum til einstaklinga eða til ríkisstjórna, sem létu hinn dýra málm ganga lengra en til banka sinna. Eftir orð- anna hljóðan skyldar samningurinn Bandaríkin til að selja hverju því ríki sem vill halda hann, af gull- birgðum sínum. En hvað sem því líður, er það nú augljóst orðið, að dollarinn er ekki lengur útleysan- legur með gulli, og er það í fyrsta sinn síðan árið 1934. Hvernig hefur dollarinn, sem einu sinni taldizt „gulls ígildi“ komizt í þessa vandræða-aðstöðu, í hverju felast þær, þessar hættur gjaldmið- ils-togstreitunar, fyrir Bandaríkja- menn og aðrar þjóðir? Og hver skyldu vera beztu úrræðin? „GRETTIR STERKI GJALDMIÐILSINS“ Til þess að skilja orsakir þessa á- stands þarf ekki að vera neinn hag- fræðingur, heldur aðeins að hafa aflað sér dálítillar almennrar vitn- eskju, til viðbótar meðfæddri greind og mannþekkingu. Þetta fyrirbæri er næsta einfalt í sniðum. Um margra ára skeið hafa menn alls- staðar haldið sig við „gull-og-doll- ars“ gengi, sem átti — eins og gull- gengið áður — að gefa öllum gjald- miðli ákveðna viðmiðun, til þess að kaupsýsla, fjárfestingar og ferða- mannaviðskipti gætu haldið áfram eins eðlilega og unnt væri. Reyndin hefur líka orðið sú, að síðastliðin tuttugu ár hefur efnahagur flestra ríkja blómgazt við þessa föstu gjald- miðilsaðstöðu. En hún hefur byggzt öðru fremur á því að bandaríska fjármálastjórnin hefur jafnan verið reiðubúin að selja aðalbönkum ann- arra landa gull, eða kaupa það, fyr- ir 35 dollara únsuna. Þar sem doll- arinn var þannig stöðuglega sam- tengdur gullinu, fóru önnur lönd einnig að miða gengi sitt við dollar- ann. í reyndinni var þetta eitthvað á þá leið, að Bandaríkin voru nokkurs- konar „gjaldmiðils-Grettir”, sem bar á herðum sér allan þunga gjaldmið- ils veraldar — en það var jafnvæg- isæfing sem útheimti þrek og þolin- mæði, öflugan „líkamsvöxt" (af- kastamesta framleiðslukerfi jarðar) og trausta undirstöðu. Hin trausta undirstaða var í Bandaríkjunum um árabil gullforðinn, sem um tíma nam ekki minna en tveim þriðju saman- lags seðlatryggingargulls allra ríkja. DOLLARAFLÓTTINN Bandaríkin voru södd af gulli sínu, og höfðu ekkert á móti því að losa sig við eitthvað af því. Árum saman létu þau meira gull af hendi en önn- ur ríki seldu þeim eða lögðu inn hjá þeim. Og árum saman var það að önnur ríki kærðu sig ekkert um að skipta dollurum sínum fyrir gull, bæði vegna þess að geymsla og trygging gulls hafði kostnað í för með sér, og hinsvegar vegna þess, að hægt var að koma dollurunum á vexti í bandarískum ríkislánum. Ennfremur mátti nota dollarann engu síður en gull sem seðlatrygg- ingu eða til að jafna greiðsluhalla við önnur lönd. Hvað Bandaríkin snerti þá hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.