Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 80
78
ÚRVAL
aldrei náð að spýta á mig í fyrri
leiðöngrum, þótti mér vissara að
vera við öllu búinn). Ég gekk inn,
skildi hurðina eftir í opna gátt og
fann fljótt hvar þefdýrið var, á bak
við legubekk. Þetta var hálfvaxið
dýr og gegnum glerkrukkuna sá ég
á hvasst trýnið og í hræðsluleg aug-
un. Greyinu leið skelfing illa, því
að krukkan hafði orðið föst þar sem
þröngt var á milli, og komst hann
hvorki fram né aftur.
Ég brá skjótt við, greip í skottið
á dýrinu og hélt því frá mér
með útréttum handlegg. Það þarf
að varast, að það nái nokkurs stað-
ar fótfestu eða geti sett fæturna á
fast; því annað þarf það ekki til
þess að geta lyft skottinu og beita
sínu efnafræðilega vopni. Fóllkið
sem þyrpzt hafði til að sjá, á flöt-
inni úti fyrir, hvarf skjótt frá þeg-
ar það sá mig koma með þefdýrið
í hendinni, og bar ég það síðan út
í mýri þarna skammt frá. Blýpípan
kom nú í góðar þarfir við að brjóta
krukkuna utan af hausnum á dýr-
inu, en það gerði ég með einu hnit-
miðuðu höggi. Ég fleygði skepnunni
frá mér eins langt og ég gat, og sendi
hún mér raunar enga efnafræðilega
kveðju.
Þefdýrið er náfrændi minks og
oturs og er eitt af algengustu spen-
dýrum í Norður-Ameríku. Það ber
svartan feld með hvítum röndum.
Fáir eru eins misskildir og hafðir
fyrir rangri sök og þetta góðlynda
litla dýr (sem nefnist Mephitis á
vísindamáli eftir lyktinni). Ég hef
vitað til þess að stórir og þreklegir
menn tóku til fótanna við það eitt
að þefdýr varð á vegi þeirra, þar
sem það var að snuðra um hagann
í leit að músum, ávöxtum eða mat-
arúrgangi. Af sömu ástæðu er það,
sem svo fáir náttúruskoðarar og
veiðimenn hafa þorað að koma í
nánd við ,,hænuköttinn“, sem þeir
nefna svo, og hafa lifnaðarhættir
hans og eðliskostir því verið þeim
næsta ókunnir.
Þefdýrið, sem ég náði úr krukk-
unni var af hinu venjulega rönd-
ótta afbrigði, sem finnst nálega
hvar sem er í Bandaríkjunum. Mælt
frá snoppu til skottsenda, er það um
65 sentimetrar og liggja hvítu rend-
urnar tvær eftir bakinu endilöngu
samhliða, en renna saman fyrir aft-
an hálsinn. Tvö önnur afbrigði eru
kunn þar í Bandaríkjunum: stúf-
nefjaða þefdýrið í suðvesturríkjum,
sem hefur breiða, samfellda, hvíta
rönd eftir bakinu, og skræpótta þef-
dýrið í suðausturríkjunum. En öll
hafa þau sama skæða varnarvopnið.
Þetta fræga varnarvopn hefur
lengi valdið ótta — og misskilningi.
Þefdýrið er að eðlisfari friðsamt, og
grípur aðeins til þessa ráðs, þegar
allt annað þrýtur. Ef einhver gerir
sig líklegan til að ráðast á það,
horfir það fyrst beint á móti og
stappar niður framfótunum. Dugi
það ekki, lyftir það skottinu, öllu
nema broddinum. En ef í harðbakk-
ann slær, bregður það hart við,
sperrir upp skottið og slöngvar aft-
urpartinum í hálfhring fram á háls-
inn og — sendir frá sér vökvann,
helzt í augu óvinarins.
Vökvinn er þetta stæka lyktarefni.
Það safnast fyrir í tveimur lyktar-
kirtlum, sem eru sinn hvoru megin
við rassboruna og eru á þeim litlar