Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 123
TIL SÍÐASTA HJARTSLÁTTAR
121
varð að mata mig með skeið, jafn-
vel snúa mér í rúminu. En það mátti
ekki draga það á langinn að hjálpa
mér til þess að ná kröftum aftur,
þrátt fyrir að ég væri máttfarinn.
Sjúkraþjálfarinn minn, hún ung-
frú Marilyn Sternweiler, aðstoðaði
mig þrotlaust við öndunaræfingar
og seinna við fótaæfingar. Vöðvarn-
ir í fótleggjum mínum höfðu rýrn-
að talsvert, og voru þeir nú orðn-
ir eins og mjóar spýtur.
í fyrstu voru þrír æfingatímar á
dag, og var sá síðasti um miðnætt-
ið. En hvorugt okkar kvartaði. Við
vissum, að þetta varð að gerast,
hversu síðla dags eða hversu óþægi-
legt sem það var. Ég gerði mér
grein fyrir því, hve sjúkraþjálfun
hefur mikla þýðingu fyrir bata
sjúklingsins, og því reyndi ég ætíð
að gera meira en krafizt var af mér.
Álagið var mikið. Ég varð að neyta
ýtrustu krafta, svo að ég varð oft
örmagna. En árangurinn réttlætti
þetta allt.
í fyrstu var ég athugaður á hálf-
tíma fresti af hjúkrunarkonum, sem
mældu blóðþrýsting minn og hita-
stig. Smám saman urðu slíkar at-
huganir strjálli, fyrst á klukkutíma-
fresti, síðan á tveggja tíma fresti.
Ég var látinn taka inn óteljandi
töflur og pillur, sumar á fjögurra
tíma fresti, en aðarar á sex tíma
fresti. Það var því um lítinn ótrufl-
aðan svefn að ræða fyrir mig,
hvorki á nóttu né degi. En ég undr-
aðist það, hversu fljótt ég lagaði
mig eftir þessu skipulagi.
Ég var þveginn og rakaður um
klukkan 7 á morgnana, meðan ég
gat ekki lyft handleggjunum sjálf-
ur. Síðan komu fjórir læknar til
þess að athuga mig, og tekið var
blóðsýnishorn til rannsóknar og
prófunar í rannsóknarstofu. Tekin
voru sýnishorn af eyrum mér, nefi
og kvið vegna sýklaleitar. Línurit
og töflur af ýmsu tagi voru útfyllt
og skýrslur skrifaðar og allar nið-
urstöður allra þessara skrifa stöðugt
athugaðar og rannsakaðar. Blóð-
rás mín, blóðþrýstingur og æða-
sláttur var í lagi, og hjarta mitt
vann á fullnægjandi hátt. Lungu
mín voru nú laus við allan hroða,
og þótt ég væri þreyttur og svæfi
oft mjög mikið, var ég meira vak-
andi andlega en ég hafði verið á
tímabilinu á undan uppskurðinum.
Kannske var það of mikið að
vonast til þess, að enginn afturkipp-
ur yrði, hvað bata minn snerti, eða
að ekkert það gerðist, sem ylli okk-
ur kvíða. Einn daginn varð ég
mjög aumur í hálsinum. Þetta olli
mér mjög miklum óþægindum og
læknunum talsverðum áhyggjum.
Líkamshiti minn var að vísu eðli-
legur, en þeir vildu samt ekki eiga
neitt á hættu. Þeir höfðu vakandi
auga með mér jafnt á nóttu sem
degi. Þeir fóru nákvæmlega yfir
niðurstöður prófanna sinna og at-
hugana og einnig lyfjagjafa, ekki
einu sinni heldur margsinnis. En
fúkalyf og sótthreinsandi munn-
skolvatn réð niðurlögum hálskvill-
ans. Og að nokkrum dögum liðnum
var hann algerlega horfinn. Ég ef-
ast um, að læknar hafi nokkru
sinni orðið svo fegnir vegna þess, að
sjúklingur losnaði við hálskvilla.
Átjánda daginn eftir uppskurð-