Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
eyðiey, og horfði til hafs í þeirri
von að sjá skip stefna að og geta
gert því viðvart. En þau fáu skip
sem hann sá, fóru hjá, og var ann-
aðhvort, að skipsmenn létust ekki
sjá eldana, sem hann kveikti, eða
að þeir sáu þá ekki.
HEIMLEIÐIS — AÐ LOKUM
Svona liðu árin unz 1. febrúar
1709 rann upp. Fyrir hádegi gerð-
ist ekki neitt, en síðdegis sá hann
tvö seglskip stefna beint inn fjörð-
inn. Hann hljóp á harðaspretti nið-
ur í fjöru, og kveikti bál þegar í
stað. Allt kvöldið beið hann milli
vonar og ótta, nóttina með og fram
á næsta dag. Eldurinn sást af skip-
inu, en sjóræningjar þessir, sem á
því voru, gizkuðu á að þetta væri
gildra og voru á báðum áttum hvað
gera skyldi. Skip þessi hétu Duke
og Duchess, en skipstjóri Rogers.
Að endingu ákvað hann að setja
skyldi út bát, til þess að grennsl-
ast eftir því hverju þetta sætti. Á
bátnum voru átta menn, allir grá-
ir fyrir járnum, og urðu þeir furðu
lostnir að sjá þennan skinnklædda
mann, svo útilegumannslegan í
fasi og klæðnaði.
En þegar þeir náðu tali af honum
og höfðu fært hann fyrir skipstjóra
sinn, kom það í ljós, að hann var
orðinn því svo óvanur, að tala, „að
við skildum hann varla, hann tæpti
á orðunum.“ Skipið lá þarna í tíu
daga, og notuðu skipsmenn tímann
til að afla vista og vatns og gera að
seglum. Sagan af því hvernig Sel-
kirk tókst að bjarga lífinu, þótti
furðuleg með öllu, og var hún
vandlega færð inn í bækur skips-
ins. Rogers gerði Selkirk að öðr-
um stýrimanni og átti að færa harin
í skó, en skinnið á fótunum var þá
orðið svo hart og þykkt, að hann
þoldi enga skó fyrstu vikurnar.
Að þessum tíu dögum liðnum
lögðu skipin tvö af stað í ránsferð,
og stefndu í norðurátt. Selkirk var
gerður að yfirmanni á fyrsta
spænska skipinu, sem þeir tóku
herfangi. Á 11 næstu mánuðum
rændu þeir mörg skip ýmist frá
Chile eða Mexico, og taldist her-
fang þeirra nema 800 000 enskra
punda, sem auðvitað var stórfé.
Síðan sigldu þeir í vesturátt, og