Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
af því að honum þótti sá skilning-
ur ekki koma heim við lýsingar
Snorra Sturlusonar. Taldi hann að
kenning Brúnós væri komin til
jarðarinnar úr jötunheimum, og þó
taldi hann Brúnó ágætan ma'nn. Eg
hafði einkennilega mikla ánægju af
þessari bók og naut þess að lesa
hana, og bendir þetta til þess að
eitthvað kunni þeir þrátt fyrir allt
að hafa til síns máls, sem ekki hafa
viljað sleppa hinum fornu hug-
myndum, eða einhverju sem þeim
er tengt. En um endurvakningu
þeirra hugmynda verður nú varla
að ræða héðan af, og munu allir
gera sér ljóst að það væri gersam-
lega vonlaust verk.
Mannkynið er eins og froskar við
fen, sagði Sókrates, og langmestur
hluti þess hefur aldrei litið upp úr
jarðaramstrinu, til þess að öðlast
sjón til stjarnanna, og svo er reynd-
ar enn í dag að mestu leyti. Menn
hafa jafnvel haft andúð á þeim,
sem að þessu leyti skáru sig úr,
og þótti fýsilegt að horfa út í hina
miklu víðáttu, kallað þá sérvitra
og annað slíkt, ef ekki vildi verr til.
„Það var haldið að hann væri ekki
með öllum mjalla, af því að hann
var að horfa á stjörnurnar", sagði
Dani nokkur mér um sambæing
sinn, sem átt hafði stjörnusjónauka.
Ég hef sagt frá þessu áður, en ég
endurtek það núna, af því að ég
hitti nýlega kornungan mann sunn-
an úr Miðevrópu, sem ég sagði frá
þessu, þegar ég heyrði að hann
hafði áhuga á stjörnunum. „Ætli ég
kannist ekki við þetta,“ sagði hann,
„en ég' kæri mig kollóttan, af því
að ég get sagt þeim að ég líti á þetta
frá stærðfræðilegu sjónarmiði".
Það sem hér fer á eftir styðst ekki
við neina stærðfræðilega afsökun,
enda verður hér ekki um eiginlega
stjörnufræði að ræða, heldur til-
raun til að lýsa hugmyndum fyrri-
tíðarmanna á Islandi, og þá eink-
um miðaldamanna, um heim og
himin. Hefur þetta töluverða þýð-
ingu í sambandi við íslenzka sögu-
skoðun. Ég ætla að taka það fram,
að það er ekki fyrr en eftir 1700,
sem nokkuð verulega fer að gæta
hins vísindalega heimsskilnings hér
á landi, svo að fyrir þann tíma er
um miðaldamenn að ræða, allt
frá landnámstíð hvað þetta snertir.
En það er líka nauðsynlegt að
benda á, að fyrir 1300 er um miklu
meiri viðleitni til heimsskilnings
og sjálfstæðrar hugsanar hér en
síðar varð, vegna þess hve hin ís-
lenzka fornmenning var öflug og
framsækin um tíma, fremri en önn-
ur evrópsk samtíða, og þessvegna
ekki eins miðaldaleg í eðli og í
öðrum löndum. Það hefur nýlega
verið tekið fram, að íslenzk mál-
fræðiritgerð frá 12. öld sé svo glögg
og vísindalega skipuleg, að það
sem bezt er ritað’í þeirri grein nú
á dögum, geri varla meir en að
jafnast við hana, og það er líka
óhætt að segja, að þannig hafi ver-
ið á fleiri sviðum á þeim öldum.
En slíku er ekki að fagna frá tím-
unum eftir 1300 til 1700. Sá tími er
aumastur í íslenzkri sögu, og þó
ekki að öllu aumur, og má fróðlegt
þykja að kynnast hugsunarhætti
þeirra tíma, einnig hvað heims-
frægð snertir. Ég ætla fyrst að bera
niður hjá fjórtándualdarmanni,