Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
„með hraði“, og víkja ekki fyrr en
í allra síðustu lög fyrir þeim sem
á móti koma. Væru þeir ekki því
snarari í viðbragði, þá hlyti að ganga
töluvert á íbúatöluna, en í rauninni
eru umferðarslys tiltölulega fágæt.
En umferðin er svo mikil og óskipu-
leg, að margir telja að bílaumferð-
in hafi umturnað öllu í borginni.
Einn þeirra sem þannig líta á var
spurður hvaða grafskrift hann vildi
hafa á legsteini sínum, en hann
svaraði óðara: „Fótgangandi var ég“.
Honum þótti sem það væru hin
mestu meðmæli með hverjum borg-
ara í Róm að eiga sér enga bifreið.
I
LÁTÆÐI UNGLINGA
Mennta- og uppeldismál eru í
Róm, eins og umferðarmálin, í arg-
asta ólestri. Skólaskylda er ekki
nema til fjórtán ára aldurs. 120.000
unglingar sækja þó gagnfræðaskól-
ana, en aðeins 32.000 menntaskólana.
Ég spjallaði við eina tólf háskóla-
stúdenta, og sögðu þeir mér, að af
68.000 skráðum nemendum við há-
skólann sæktu aðeins 10 af hundr-
aði fyrirlestra og æfingar jafnaðar-
lega, og ennfremur væri háskólapróf
oftast til lítilla nytja þegar sótt
væri um stöður. Það væri ekki þriðj-
ungur þeirra, sem innritast, sem
nokkurntíma ljúka prófi á tilskilinn
hátt.
í klæðaburði er æskulýður Róma-
borgar fastheldnari en unglingarnir
í Lundúnaborg: ungur maður þekk-
ist hér undireins frá kvenmanni á
sama aldri. Yfirlýstir „hippar“ eru
hér heldur fáir; þeir sem eru, rangla
stefnulaust um göturnar, og ýmsir
þeirra hafa Spánska stigann á Pi-
azza di Spagna fyrir næturaðsetur.
Menn hafa vaxandi áhyggjur af
eiturlyfjanautninni; ungur maður
telzt varla með mönnum, nema hann
hafi látið ofan í sig eitthvað af
helzta óþverranum, hressandi töflur
og marihuanareyk. Nýjast af nál-
inni er lyfið LSD, því að af því
verða þeir skyggnir, og eru kall-
aðir „elsdizzatar“ eftir það.
í PÁFARÍKI
Þegar talað er um Róm hlýtur
talið einnig að berast að páfaríkinu,
Vatikan, þessari „borg innan borg-
ar“, sem er miðstöð hinnar róm-
versk-kaþólsku trúar. Vatikanborg-
in er minnsta sjálfstætt ríki á jörðu,
er fjörutíu og fjórir hektarar að
stærð, og hefur um þúsund íbúa.
Mesta byggingin er vitanlega Pét-
urskirkjan, stærsta kirkja á jörðu.
Meðal eigna hins „postullega sætis“
eru auk Vatikanborgar ýmis smærri,
afmörkuð svæði í Róm og utan
hennar, og má þar nefna sumarhöll
páfa í Castel Gondolfo.
Endurreisn hins ítalska ríkis árið
1871 batt enda á landsyfirráð páfa,
en þau voru áður allveruleg. Um
1850 var páfaríkið enn um 40.000
ferkílómetrar að flatarmáli, og náði
þvert yfir Ítalíuskaga, frá Adría-
hafi til Toskanahafs og byggðust
yfirráðin á kænlega útbúinni „erfða-
skrá“ frá miðöldum („kontantínska
gjafabréfið"). Þessi stóra spilda
lands í höndum páfa, sem var þar
eins og konungur í ríki sínu, stóð
mjög í vegi fyrir sameiningu Ítalíu,
og var þjóðvakningarmönnum nítj-
ándu aldar þyrnir í augum. Eftir að
þeir höfðu komið sínu fram, dró páfi