Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 46

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 46
44 ÚRVAL þessi framvinda í för með sér sí- vaxandi greiðsluhalla, en í Evrópu eftirstríðsáranna leiddi hún til snar- legs efnahagslegs afturbata. Þó fór svo að lokum, að sum Evrópulönd fóru að verða leið á því að taka sí- fellt við dollurum; fóru þau þá að krefjast af þeim jafngildis upphæð- anna í gulli, þegar þau áttu inni hjá Bandaríkjunum. Kennedy-stjórnin reyndi að hefta þennan gullflótta, með því að binda efnahagshjálp því skilyrði að keypt- ar væru amerískar vörur, og með þvi fá amerísk einkafyrirtæki til að fallast á það „af fúsum vilja“ að tak- marka fjárfestingar sínar í Evrópu. Johnson-stjórnin gerði þessa tak- mörkun að skyldu. Samtímis þessu var dollarinn að komast í dálítið óþægilega aðstöðu, og var þar þó ekki svo mjög verð- rýrnun að ræða (því í Bandaríkjun- um lækkaði verðgildi peninga minna en í flestum öðrum iðnaðarlöndum), heldur það, að mörg Evrópulönd fóru að snúa sér til varnar gegn fjárfestingu amerískra einkafyrir- tækja í athafnalífi sínu. Auk óttans við bandaríska fram- leiðslusamkeppni bættist svo við annað, sem meir var borið fram sem tilfinningamál. Því var haldið fram að Bandaríkin neyddu aðalbanka Vestur-Evrópu til að kosta stríðið í Víetnam. Nú er það svo að Banda- ríkin eyða mestu af stríðsútlátum sínum innanlands hjá sér, en nokkur hluti — til dæmis það sem Banda- ríkjahermenn eyða af launum sínum í Vietnam eða í leyfisferðum til Jap- ans, —• rennur til útlendra banka. NÝTT GULLÆÐI í ársbyrjun 1968 hitnaði svo ræki- lega undir potti hinna margvíslegu dollaravandræða, að upp úr sauð. Gullbraskarar þyrptust á Lundúna- markaðinn, þar sem öll aðalsalan til einkaaðila fer fram, og keyptu gull- ið smálestum saman fyrir himinhá- ar dollaraupphæðir. Þeim var vel kunnugt um það, að Bandaríkin lögðu til 59 prósent gullsins, sem selt var. Johnson forseti reyndi í fyrstu að hefta gullflóttann með tilkynningum um ákvarðanir eins og þær, að dreg- ið skyldi úr útlátum amerískra ferðamanna, úr einkafjárfestingum erlendis og að lögð yrðu enn tíu pró- sent á tekjuskattinn í landinu. Braskarar skelltu skollaeyrunum við þessu, og höfðu enga trú á að Amer- íkumönnum mundi takast að rétta við hag sinn. í marzmánuði lögðu þeir að nýju til atlögu við dollarann. En þá var líka — í sama mánuði — tekin sú ákvörðun á ráðstefnu í Washington, að stöðva gullsöluna til einstaklinga, og taka upp nýja að- ferð til að styrkja gengi pundsins, og efnahag Stóra-Bretlands. Til styrktar dollarnum var það tekið til ráðs að veita stuttum lánum fram- lengingu. í Bandaríkjunum vörpuðu menn öndinni léttara. Gullverðið í París, er komizt hafði upp í 44.36 $ únsan, meðan „æðið" greip mest um sig, fór nú að lækka og komst fljótt ofan í 40 dollara. Þar sem gullið hlýðir nú hinum venjulegu lögmál- um um framboð og eftirspurn og þar af leiðandi verðsveiflum, vonast nú margir bankastjórar til þess að þess verði ekki langt að bíða, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.