Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 46
44
ÚRVAL
þessi framvinda í för með sér sí-
vaxandi greiðsluhalla, en í Evrópu
eftirstríðsáranna leiddi hún til snar-
legs efnahagslegs afturbata. Þó fór
svo að lokum, að sum Evrópulönd
fóru að verða leið á því að taka sí-
fellt við dollurum; fóru þau þá að
krefjast af þeim jafngildis upphæð-
anna í gulli, þegar þau áttu inni hjá
Bandaríkjunum.
Kennedy-stjórnin reyndi að hefta
þennan gullflótta, með því að binda
efnahagshjálp því skilyrði að keypt-
ar væru amerískar vörur, og með
þvi fá amerísk einkafyrirtæki til að
fallast á það „af fúsum vilja“ að tak-
marka fjárfestingar sínar í Evrópu.
Johnson-stjórnin gerði þessa tak-
mörkun að skyldu.
Samtímis þessu var dollarinn að
komast í dálítið óþægilega aðstöðu,
og var þar þó ekki svo mjög verð-
rýrnun að ræða (því í Bandaríkjun-
um lækkaði verðgildi peninga minna
en í flestum öðrum iðnaðarlöndum),
heldur það, að mörg Evrópulönd
fóru að snúa sér til varnar gegn
fjárfestingu amerískra einkafyrir-
tækja í athafnalífi sínu.
Auk óttans við bandaríska fram-
leiðslusamkeppni bættist svo við
annað, sem meir var borið fram sem
tilfinningamál. Því var haldið fram
að Bandaríkin neyddu aðalbanka
Vestur-Evrópu til að kosta stríðið í
Víetnam. Nú er það svo að Banda-
ríkin eyða mestu af stríðsútlátum
sínum innanlands hjá sér, en nokkur
hluti — til dæmis það sem Banda-
ríkjahermenn eyða af launum sínum
í Vietnam eða í leyfisferðum til Jap-
ans, —• rennur til útlendra banka.
NÝTT GULLÆÐI
í ársbyrjun 1968 hitnaði svo ræki-
lega undir potti hinna margvíslegu
dollaravandræða, að upp úr sauð.
Gullbraskarar þyrptust á Lundúna-
markaðinn, þar sem öll aðalsalan til
einkaaðila fer fram, og keyptu gull-
ið smálestum saman fyrir himinhá-
ar dollaraupphæðir. Þeim var vel
kunnugt um það, að Bandaríkin
lögðu til 59 prósent gullsins, sem selt
var.
Johnson forseti reyndi í fyrstu að
hefta gullflóttann með tilkynningum
um ákvarðanir eins og þær, að dreg-
ið skyldi úr útlátum amerískra
ferðamanna, úr einkafjárfestingum
erlendis og að lögð yrðu enn tíu pró-
sent á tekjuskattinn í landinu.
Braskarar skelltu skollaeyrunum við
þessu, og höfðu enga trú á að Amer-
íkumönnum mundi takast að rétta
við hag sinn. í marzmánuði lögðu
þeir að nýju til atlögu við dollarann.
En þá var líka — í sama mánuði
— tekin sú ákvörðun á ráðstefnu í
Washington, að stöðva gullsöluna til
einstaklinga, og taka upp nýja að-
ferð til að styrkja gengi pundsins,
og efnahag Stóra-Bretlands. Til
styrktar dollarnum var það tekið til
ráðs að veita stuttum lánum fram-
lengingu. í Bandaríkjunum vörpuðu
menn öndinni léttara. Gullverðið í
París, er komizt hafði upp í 44.36 $
únsan, meðan „æðið" greip mest um
sig, fór nú að lækka og komst fljótt
ofan í 40 dollara. Þar sem gullið
hlýðir nú hinum venjulegu lögmál-
um um framboð og eftirspurn og
þar af leiðandi verðsveiflum, vonast
nú margir bankastjórar til þess að
þess verði ekki langt að bíða, að