Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 111
TIL SÍÐASTA HJARTSLÁTTAR
109
geí'a mér súrefni til þess að hjálpa
mér til að anda.
Ég vildi bara fá einhverja fróun,
í hvaða mynd sem væri. Ég var að
því kominn að gefast upp. Ég and-
aði að mér súrefni öðru hverju í
gegnum súrefnisgrímu. Það stoðaði
lítið, Og sama var að segja um
sprautur. Ég stóð á öndinni eins
og fiskur á þurru landi. Smám
saman brást von mín um, að þessi
meðhöndlun gæti hjálpað mér eitt-
hvað, því að ég átti stöðugt erfið-
ara með að ná andanum. Öll líkam-
leg áreynsla varð mér sem óendan-
leg kvöl. Andlegt ástand mitt
versnaði einnig, og ég varð sljór
vegna hinnar minnkandi blóðrás-
ar, sem stafaði af hjartabiluninni.
Ég hafði mikinn áhuga á bata
Washkanskys þrátt fyrir hið sljóa
ástand mitt. Ég frétti það með hjálp
annarra sjúklinga, útvarpsfrétta og
blaðafyrirsagna, að hann væri á
batavegi og gæti vonazt eftir að
hljóta bata. Ég gladdist vegna hans
sjálfs og konu hans og velti því
fyrir mér, hvort mér entist aldur
til að verða eftirmaður hans á þessu
sviði.
Daginn eftir að ég var lagður
inn í sjúkrahúsið, lá ég í rúminu
með lokuð augu, þegar ég fann, að
það var einhver við fótagaflinn. Ég
opnaði augun og sá þar ungan
mann, hávaxinn og myndarlegan,
með fagran andlitssvip. Hendur
hans voru fallegar. Þetta voru
hendur þess, sem er fæddur til þess
að verða skurðlæknir.
„Þekkið þér mig ekki?“ spurði
hann. „Ég er prófessor Chris
Barnard.“
„Mér þykir það leitt, prófessor,“
svaraði ég, „en ég þekkti yður ekki.
Ég hef aldrei séð yður augliti til
auglits, og þér lítið allt öðruvísi
út en myndirnar af yður í dag-
blöðunum gefa til kynna.“
Hann talaði af einlægni og var
alvarlegur í bragði. „Dr. Blaiberg,
hvernig lízt yður á þann möguleika,
að í yður yrði grætt nýtt hjarta?
Þér vitað, það sjálfsagt, að ég er
reiðubúinn að skera yður upp næst,
eða er ekki svo?“
„Því fyrr því betra,“ sagði ég
ákafur. „Ég lofa yður mínum fulla
stuðningi."
Þótt samtal okkar væri stutt,
hreifst ég strax af hinum mikla
persónuleika þessa manns og þeirri
sterku bjartsýni, sem hann var
gegnsýrður af. Hann vakti hjá mér
hið fyllsta traust, en slíkt er ómet-
anlegur þáttur í tengslum skurð-
læknis og sjúklings hans. Hér var
maður, sem ég mundi treysta fyrir
lífi mínu án minnsta hiks.
Að morgni þess 21. desember
árið 1967 varð ég undrandi við að
sjá konu mína ganga inn í sjúkra-
stofuna um klukkan 9,30. Hún hafði
alltaf komið í heimsóknir síðdegis
vegna starfs síns að morgninum.
Skömmu síðar kom prófessor
Barnard inn. Hann var þreytuleg-
ur og tekinn í andliti, líkt og hon-
um hefði ekki komið dúr á auga
alla nóttina. Ég fann til meðaumk-
unar með honum, þegar ég skynj-
aði kvölina í augnaráði hans og
öllum andhtssvip. Ég var viss um,
að eitthvað. það hafði gerzt, sem
dregið hafði að mun úr því glað-
lyndi og þeirri sterku bjartsýni,