Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
að hafa verið að þvæla slíka vit-
leysu.
Eileen gerði sér grein fyrir því,
að þarna var komið hentugt tæki-
færi til þess að skýra mér fré frétt-
unum. ,,Phil,“ sagði hún, „hvað
mundirðu segja, ef þeir byðu þér
nýtt hjarta eins og honum Louis
Washkansky?"
Ég breiddi út faðminn og hróp-
aði: „Ég yrði óður af æsingu!“ Ég
lét Eiieen lofa því, að hún mundi
„vera hjá mér til hinztu stundar“,
hver svo sem árangurinn yrði
af Washkanaskyhjartaflutningnum
Hún lofaði því. Og þarna vorum við
allt í einu farin að hlæja og gráta
til skiptis eins og börn, gömlu
hjónin, sem höfðu verið gift í
yfir þrjá áratugi og áttu uppkomna
dóttur.
„MÉR FINNST ÉG VERA EINS
OG FLUGMAÐUR, SEM HEFUR
HRAPAÐ TIL JARÐAR“
Seinna hugsaði ég málið eins ró-
lega og af eins mikilli rökvísi og
mér var unnt. Þetta var ekki rétti
tíminn til þess að láta blekkingar
og falsvonir grípa sig heljartökum.
Þrátt fyrir möguleika á hjartaflutn-
ingi, er kynni að bjarga lífi mínu,
áleit ég, að það væru allt of margar
hindranir, sem sigrast þyrfti á. Það
þurfti að finna hentugan hjarta-
gjafa. Hjartagjafi hafði fengizt fyrir
Louis Washkansky á allra síðustu
stundu. Yrði það einnig raunin í
minu tilfelli?
Ég tók þeim möguleika með jafn-
aðargeði, að ég lifði kannske ekki
uppskurðinn af. En Eileen gaf ekki
upp vonina. Hún var stöðugt að
spyrja Schrire prófessor að því,
hvenær unnt yrði að framkvæma
uppskurðinn. Hann ráðlagði henni
að vera róleg. Hann sagði, að fyrst
yrði að sjá, hverju fram yndi með
bata Louis Washkansky.
Loksins var ákveðið, að ég skyldi
lagður inn í Groote Schuursjúkra-
húsið þann 16. desember 1967. Þar
var um opinberan frídag að ræða.
Og læknarnir vonuðust til, að því
tækist þeim að „smygla“ mér inn
í sjúkrahúsið án óskaplegra láta
og auglýsingafargans. Það var allt
í uppnámi á sjúkrahúsinu og í ná-
grenni þess. Fréttirnar um, að
hjartaígræðsla hefði verið fram-
kvæmd og að hún hefði gengið vel
og Washkansky liði vel eftir atvik-
um, höfðu komið róti á hugi manna.
Fólk hafði geysilegan áhuga á máli
þessu. Hópar útvarps og sjónvarps-
manna og sérstakra fréttamanna frá
erlendum dagblöðum og tímaritum
höfðu flogið til Höfðaborgar til þess
að svala óseðjandi löngun manna í
fréttir af fyrsta manninum, sem
haldið hafði lífi með nýtt hjarta í
brjósti.
Nú fór mér að hraka enn meira,
og þessi breyting til hins verra
flýtti fyrir þróun mála. Það var
auðséð, að það yrði að framkvæma
aðgerðina fyrr en gert hafði verið
ráð fyrir. Ég fékk svo slæmt kast
síðari hluta dags þann 14. desem-
ber, að Eileen kallaði á tvo lækna.
Þeir kváðu upp þann dóm, að hér
væri um hættuástand að ræða og
að það skyldi flytja mig tafarlaust
í sjúkrahús til þess að reyna að
draga þar úr þjáningum mínum og