Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 31
SHELLEY OG MAKY GODWIN
28
ingarstræti í Brompton. Hennar
hafði þá verið saknað í næstum 6
vikur. Hún var með verðmætan
hring á hendi sér. Eiginmaður henn-
ar er staddur erlendis, og er það
álitið, að ósiðlegt framferði hennar
hafi leitt til þessa hörmulega dauð-
daga.“
Minningarnar streymdu nú fram í
huga Shelleys. Og hann barðist dög-
um saman á barmi algerrar örvænt-
ingar, að því kominn að missa vit-
ið, þar eð samvizka hans ásakaði
hann um að vera valdur að dauða
hennar, en skynsemi hans hvíslaði
því aftur á móti að honum, að hann
væri ekki sekur. Að lokum hafði
skynsemin yfirhöndina. Svo gekk
Shelley að eiga Mary tveim vikum
eftir jarðarför Harriet.
Þau dvöldu enn um kyrrt í Eng-
landi í eitt ár. Heilsa Shelleys hafði
aldrei verið góð, og nú fór henni
enn að hraka. Hann fékk svæsna
lungnabólgu, og það benti ýmislegt
til þess, að úr þessu gætu orðið
berklar. Þar að auki var taugakerfi
hans í algeru ólagi, þannig að hann
titraði oft og skalf. Mary ól honum
nú annað barn, og nú fór heilsu
hennar einnig að hraka. Samkvæmt
læknisskipun héldu þau Shelley-
hjónin því enn burt frá Englandi.
Var það nú i síðasta sinn. Var för-
inni heitið til hinna hlýju stranda
Ítalíu. Og þau tóku þær Claire og
Allegru dóttur hennar með sér auk
barnanna sinna tveggja.
Hinn tæri, blái himinn, er hvelfd-
ist yfir Ítalíu, gladdi þau. Hin hlýja
litauðgi, magnþrungin list og sterk-
ar mannlegar kenndir, sem þau
skynjuðu í sínu nýja umhverfi, allt
þetta töfraði þau. Þau stöldruðu að-
eins við í Feneyjum vegna hins upp-
runalega samkomulags, sem gert
hafði verið, og afhentu Byron All-
egru litlu, en hann flýtti sér að af-
henda hana Hoppnerhjónunum, sem
voru vinir hans, og skyldu þau ann-
ast um hana. Svo héldu þau áfram
för sinni. í heilt ár flæktust þau um
gervalla Ítalíu, frá Feneyjum til
Rómar og þaðan til Napólí og svo
aftur til Rómar og þaðan til Flór-
ens. Og loks settust þau að í Pisa
við hið bláa Liguriuhaf. Þau voru
gagntekin sorg og söknuði vegna
dauða beggja barna sinna, þótt fæð-
ing nýs sonar veitti þeim svolitla
raunabót. Hlaut hann nafnið Percy
Florence.
Þau voru ekki búin að vera lengi
í Pisa, er prófessor Pacchiani, vin-
ur þeirra, sagði þeim sögu um un-
aðslega fagra stúlku, sem væri að
tærast upp í klaustri einu þar í ná-
grenninu. Þar hafði hún verið lok-
uð inni af föður hennar, eftir að
hann hafði gengið að eiga aðra
konu. Saga þessi hafði djúp áhrif á
Shelley. Hann fann til magnaðrar
forvitni. Og hann hafði enga eirð í
sínum beinum, fyrr en hann hafði
sjálfur augum litið stúlku þessa. Og
þannig gerðist það, að Shelley hitti
Emiliu Viviani. Það var sannarlega
ekki ofsögum sagt af fegurð henn-
ar. Hún var enn innan við tvítugt.
Andlit hennar var unglingslegt og
mjög fölt, ennið hátt, svipurinn all-
ur í hefðbundnum, grískum stíl. Og
þetta andlit var krýnt skógi hrafn-
svarts hárs. Og röddin hennar var
sem unaðsleg tónlist.
Shelley varð innilega snortinn,