Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 31

Úrval - 01.12.1968, Blaðsíða 31
SHELLEY OG MAKY GODWIN 28 ingarstræti í Brompton. Hennar hafði þá verið saknað í næstum 6 vikur. Hún var með verðmætan hring á hendi sér. Eiginmaður henn- ar er staddur erlendis, og er það álitið, að ósiðlegt framferði hennar hafi leitt til þessa hörmulega dauð- daga.“ Minningarnar streymdu nú fram í huga Shelleys. Og hann barðist dög- um saman á barmi algerrar örvænt- ingar, að því kominn að missa vit- ið, þar eð samvizka hans ásakaði hann um að vera valdur að dauða hennar, en skynsemi hans hvíslaði því aftur á móti að honum, að hann væri ekki sekur. Að lokum hafði skynsemin yfirhöndina. Svo gekk Shelley að eiga Mary tveim vikum eftir jarðarför Harriet. Þau dvöldu enn um kyrrt í Eng- landi í eitt ár. Heilsa Shelleys hafði aldrei verið góð, og nú fór henni enn að hraka. Hann fékk svæsna lungnabólgu, og það benti ýmislegt til þess, að úr þessu gætu orðið berklar. Þar að auki var taugakerfi hans í algeru ólagi, þannig að hann titraði oft og skalf. Mary ól honum nú annað barn, og nú fór heilsu hennar einnig að hraka. Samkvæmt læknisskipun héldu þau Shelley- hjónin því enn burt frá Englandi. Var það nú i síðasta sinn. Var för- inni heitið til hinna hlýju stranda Ítalíu. Og þau tóku þær Claire og Allegru dóttur hennar með sér auk barnanna sinna tveggja. Hinn tæri, blái himinn, er hvelfd- ist yfir Ítalíu, gladdi þau. Hin hlýja litauðgi, magnþrungin list og sterk- ar mannlegar kenndir, sem þau skynjuðu í sínu nýja umhverfi, allt þetta töfraði þau. Þau stöldruðu að- eins við í Feneyjum vegna hins upp- runalega samkomulags, sem gert hafði verið, og afhentu Byron All- egru litlu, en hann flýtti sér að af- henda hana Hoppnerhjónunum, sem voru vinir hans, og skyldu þau ann- ast um hana. Svo héldu þau áfram för sinni. í heilt ár flæktust þau um gervalla Ítalíu, frá Feneyjum til Rómar og þaðan til Napólí og svo aftur til Rómar og þaðan til Flór- ens. Og loks settust þau að í Pisa við hið bláa Liguriuhaf. Þau voru gagntekin sorg og söknuði vegna dauða beggja barna sinna, þótt fæð- ing nýs sonar veitti þeim svolitla raunabót. Hlaut hann nafnið Percy Florence. Þau voru ekki búin að vera lengi í Pisa, er prófessor Pacchiani, vin- ur þeirra, sagði þeim sögu um un- aðslega fagra stúlku, sem væri að tærast upp í klaustri einu þar í ná- grenninu. Þar hafði hún verið lok- uð inni af föður hennar, eftir að hann hafði gengið að eiga aðra konu. Saga þessi hafði djúp áhrif á Shelley. Hann fann til magnaðrar forvitni. Og hann hafði enga eirð í sínum beinum, fyrr en hann hafði sjálfur augum litið stúlku þessa. Og þannig gerðist það, að Shelley hitti Emiliu Viviani. Það var sannarlega ekki ofsögum sagt af fegurð henn- ar. Hún var enn innan við tvítugt. Andlit hennar var unglingslegt og mjög fölt, ennið hátt, svipurinn all- ur í hefðbundnum, grískum stíl. Og þetta andlit var krýnt skógi hrafn- svarts hárs. Og röddin hennar var sem unaðsleg tónlist. Shelley varð innilega snortinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.